Hertz-deild karla – Annar marka leikurinn í röð í Grafarvoginum!

Hertz-deild karla – Annar marka leikurinn í röð í Grafarvoginum!

FJO vs SA hertz karla
Screenshot 2023-10-13 at 22.31.20

Fjölnir tók á móti SA í Hertz-deild karla í kvöld. Eitthvað hlýtur að vera í vatninu í Egilshöllinni. Mörkin ringdu inn, þar á meðal ein ferna.

SA komst yfir á 2 mínútu leiksins með marki frá Baltasari Hjálmarssyni en Hilmar Sverrisson svaraðu strax í sömu mynt fyrir Fjölni. Viggó Hlynsson skoraði tvö mörk fyrir Fjölni með nokkra mínútna millibili og kom Fjölni 3-1 yfir. Uni Blöndal skoraði loka mark fyrstu lotunnar. 3-2 stóð í fyrsta leikhléi. 

Mikill hiti bætist í leikinn og voru jafn margir 2 mínútna dómar í annarri lotu og mörk í fyrstu. Uni Blöndal bætti við öðru marki sínu í lotunni og var 3-3 í seinna leikhléi.

Hitinn minnkaði ekki í þriðju lotu og nýttu SA menn stöðu sína manni fleiri vel. Unnar Rúnarsson kom SA í 3-4. Uni Blöndal bætti við tveimur mörkum í safnið sitt og endaði leikinn með fjögur. Stuttu fyrir leikslok fékk Róbert Pálsson, leikmaður Fjölnis, sturtudóm eftir slagsmál við nafna sinn Róbert Hafberg leikmann SA. Leiðrétting: Bæði Róbert Pálsson, Fjölni, og Róbert Hafberg, SA, fengu „game misconduct penalty“ og voru sendir útaf. 

Endaði 9 marka leikurinn með 3-6 sigri SA.

Annar stór skemmtilegur leikur í Grafarvoginum í röð í Hertz-deild karla og verður veisla fyrir aðdáendur íshokkís að fylgjast með deildinni í vetur!

Upptöku af leiknum má finna á ÍHÍTV2. Leikskýrslu má finna hér