Fyrsti leikurinn í rúmar tvær vikur

Fyrsti leikurinn í rúmar tvær vikur

SA-SR 9.12.23

SA fagna marki Önnu Sonju. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Síðustu viðureignir SA og SR hafa verið jafnar en þó endað SA í hag. Segja má að leikja pásan í Hertz deild kvenna hafi farið vel í norðan konur. SA konur voru fljótar að ná í forskotið eftir 5 mínútna leik og bættu bara í. Staðan var 3-0 fyrir SA eftir fyrstu lotu.

SA-SR 9.12.23

Barist um pökkin. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

SR pressaði vel í annarri lotunni og átti þó nokkur færi en tókst ekki að nýta þau. SA náði þó nokkrum skyndisóknum í kjölfar pressu SR og bætti öðrum þremur mörkum við og stóð staðan 6-0 í lok leikhlutans.

SA-SR 9.12.23

Saga Blöndal sækir að marki SA. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Loka leikhlutinn var jafnari en þeir fyrstu og hélt SR pressunni áfram. En allt kom fyrir ekki og SA bætti við sjöunda markinu fyrir lok og endaði leikurinn 7-0 SA í vil.

SA-SR 9.12.23 Stefán Oddur Hrafnsson

Sylvía Björgvinsdóttir potar pökkinum inn eftir varið skot. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Sylvía Björgvinsdóttir var allt í öllu fyrir lið SA, skoraði þrennu og var með eina stoðsendingu.

Tveir leikir eru eftir fyrir jólafrí í Hertz deild kvenna og fara þeir báðir fram í Egilshöllinni. 16. desember mætir SA í heimsókn til Fjölnis og þremur dögum seinna, 19. desember kemur SR bankandi.

Upptöku af leiknum má finna inn á youtube-rás ÍHÍ. Leikskýrsla verður aðgengileg innan skams hér.