Barátta fyrir norðan

Barátta fyrir norðan

Lara Jóhannsdóttir, SA, og Arna Friðjónsdóttir, SR, í baráttu um pökkinn. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

SA tók á móti SR í Hertz-deild kvenna. Síðustu tveir leikir hafa endað SA í vil, 2-1, eftir jafna og spennandi leiki.

SA byrjaði á að komast yfir eftir rétt rúmar 2 mínútur. Eftir það skiptust liðin á að sækja og verjast út leikhlutann. Annar leikhluti spilaðist gríðarlega jafnt og var ótrúlegt að sjá baráttuna hjá SR sem voru aðeins með tvær línur gegn fullskipuðu liði SA. SR tókst að jafna þegar 30 sekúndur voru eftir af leikhlutanum. 1-1 stóð í seinna leikhléi.

Friðrika Magnúsdóttir fagnar marki sínu með liðsfélögum. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson.

Loka leikhlutinn byrjaði eins jafnt og hinir á undan. Vangaveltur voru komnar um hvort grípa þyrfti til framlengingar en þegar rúmar 7 mínútur voru eftir af leiknum náði SA forskotinu. Mannekla SRinga var farin að segja til sín því SA bætti öðru marki við rúmri mínútu síðar. Ekki urðu mörkin fleiri og því lokaúrslit 3-1 fyrir SA.

SA fagna marki Önnu Ágústsdóttur. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Andrea Bachmann, markmaður SR, stóð sig frábærlega og varði 43 af þeim 46 skotum sem hún fékk á sig eða 93,48%. Shawlee Gaudreault átti einnig góðan dag í markinu með 92,86% markvörslu.

Mörk SA: Ragnhildur Kjartansdóttir 1, Anna Ágústsdóttir 1, Amanda Bjarnadóttir 1.

Mark SR: Friðrika Magnúsdóttir 1. 

Hægt er að horfa á leikinn á Youtube-rás ÍHÍ og leikskýrslu með því að smella hér.