SR – Fjölnir, síðasti deildarleikur Reykjavíkurliðanna

SR – Fjölnir, síðasti deildarleikur Reykjavíkurliðanna

sr-vs-fj-28022023

Þrátt fyrir að þetta hafi verið síðasti leikur Fjölnis á tímabilinu þá byrjaði leikurinn af krafti hjá þeim, en eftir naumlega tvær mínútur af spili setur #4 Martin Simanek pökkinn í netið með skoti af löngu færi. Fjölnir með drauma byrjun, 0-1. Eftir ágætis spil hjá báðum liðum myndast smá þvaga í svæði Fjölnis, pökkurinn hrekkur upp á SRing #6 Markús Ólafarson sem tekur fast skot sem #18 Sölvi Atlason speglar í stöngina og inn, allt jafnt 1-1. Fjölnir fær tækifæri til að fá leikinn aftur á sitt band en nær ekki að nýta sér yfirtöluna. SRingar leggjast svo full mannaðir á vörn Fjölnis sem endar með marki frá #52 Gunnlaugi Þorsteinssyni. SR leiðir 2-1 eftir fyrsta leikhluta

 

Annar leikhluti byrjar af meiri krafti hjá SR og þeir ógna marki Fjölnis. Eftir rúmar fimm mínútur fær #34 Miloslav Racansky sendingu frá #15 Helga Bjarnasyni aftan við markið, og sneiðir hann úr stuttu og þröngu færi. 3-1 fyrir SR. SRingar héldu áfram sínu striki en næstur til að koma sér á blað var #11 Styrmir Maack þegar hann keyrir inn og setur hann fast meðfram ísnum, beint inn og kemur SR í 4-1. Stuttu seinna nýtir #9 Axel Orongan sér stutta skiptingu til þess að stinga sér inn fyrir vörn Fjölnis og klárar færið snyrtilega með annarri hendi, 5-1 fyrir SR og svo virðist vera að þeir ætli að bera þennan leik burt.

 

Þriðji leikhluti byrjaði svo þvert á gang leiksins þar sem Fjölnismenn hafa víst fengið að heyra góða ræðu í klefanum því þeir koma inn á svellið af fullum krafti. Ljóst að þeir ætla ekki að gefa neitt eftir í sínum síðasta leik. Pökkurinn helst með þeim í yfirtölunni, eftir smá spil finna þeir glufu í vörn SR og #7 Sölvi Egilsson kemur pekkinum í markið, 5-2. Fjölnismenn virðast vera komnir á smá siglingu því stuttu seinna sína þeir virkilega flott spil sem endar í kylfunni hjá #27 Fali Guðnasyni sem skellir honum sláin inn. Adam var ekki lengi í paradís. Fjölnir brýtur af sér og #23 Kári Arnarsson nýtir tækifærið til að stöðva þann skriðþunga, sem Fjölnir var að reyna mynda sér, með lúmsku skoti sem endar inni og tryggir SR 6-3 sigur eftir hörkuleik í Laugardalnum.

Hér að neðan eru nokkrar myndir úr leiknum á Facebook-síðu Skautafélags Reykjavíkur.