SR leiðir einvígið | Úrslitakeppni Hertz-deild karla
SR leiðir einvígið | Úrslitakeppni Hertz-deild karla
Úrsliti einvígið um Íslandsmeistaratitilinn hófst í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri þar sem SR heimsótti SA.
SA byrjaði leikinn betur og komst 1-0 yfir eftir tæpan 7 mínútna leik. SA hélt áfram að stjórna leiknum þar til að SR fékk tækifæri manni fleiri og náðu að komast í takt við leikinn. SR jafnaði rétt fyrir lok fyrstu lotu, 1-1.
SR komust yfir í byrjun annarar lotu og héldu forustunni og stjórninni á leiknum lengi framan af. SA jafnaði metin þegar 5 mínútur voru eftir af lotunni og leit út fyrir að slæmi kafli SA væri búinn. Kára Arnarssyni, SR, var með önnur plön og svaraði með þriðja marki sínu, og þriðja marki SR, aðein 40 sekúndum eftir jöfnunarmark SA. 2-3 stóð í lok annnarrar lotu.
Leikurinn var í járnum og þriðja lotan lofaði góðu. SR komust 2-4 yfir snemma í lotunni. SA menn settu í annan gír í sókninni og sóttu hart og hratt að marki SR. Varnarmenn SR vörðu þó hvert skotið á eftir öðru en allt kom fyrir ekki og SA minnkaði muninn í 3-4 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. SA sóttu síðustu tvær mínútur leiksins 6 á 5 en SR gerðu vel í að verja markið sitt og endaði leikurinn með sigri SR sem leiðir einvígið 1-0.
„Annar leikhlutinn var ekki með okkur“
Við náðum af Richard Tahtinen, þjálfari SA, og spurðum hann út í leikinn. „Við byrjuðum rosa vel og náðum að halda í okkar leikskipulag. Annar leikhlutinn var ekki með okkur. Tempóið fór niður og við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að gera. Við leyfum þeim að fá tíma með pökkinn og þeir eru að ná löngum sendingum og við vorum ekki nógu aktívir til að lesa og bregðast við því. Þeir voru að blokka skot líka á fullu og við vorum kannski ekki að bíða nógu lengi og velja réttu færin heldur bara að skjóta í þá.“
Er eitthvað sem þið ætlið að leggja áherslu á fyrir leikinn á fimmtudaginn? „Nei við ætlum bara að halda áfram okkar leikplani og skerpa aðeins á nokkrum smá atriðum.“
„Við pressuðum vel á þá og náðum að skila pekkinum inn“
Við heyrðum einnig í Milos Racansky, þjálfara SR. Til hamingju með sigurinn í kvöld, hvað gekk upp hjá ykkur í kvöld? „Við byrjuðum ekkert rosalega vel fyrstu tíu mínúturnar en við fengum powerplay og eftir það fannst mér þetta vera jafn leikur. Mörkin okkar komu upp úr góðu spili og sérstakleg fjórða markið. Við pressuðum vel á þá og náðum að skila pekkinum inn. Einnig blokkuðum við alveg á fullu. Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta voru mörg skot. Það var bara ótrúlegt að sjá strákana fórna sér og berjast og þetta á eftir að hafa áhrif inn í næsta leik“
Þú hlýtur að vera ánægður að fara með sigur inn í heimaleikinn á fimmtudaginn? „Já það hefur mikil áhrif á sjálfstraustið hjá liðinu. Nú hef ég reynslu á að spila og þjálfa hér, enda búinn að vera hér í 10 ár, og hef spilað nokkrar úrslitakeppninnar fyrir norðan. Það er ekkert auðvelt að spila fyrir framan stuðningsmennina hér. Það er ekki oft í deildarkeppninni en þegar úrslitakeppnin byrjar kemur upp ákveðin geðveiki hérna. Það verður bara annað andrúmsloft. Þannig við erum ánægðir með sigurinn en við ætlum samt að halda haus og vera fókusaðir á næsta leik“.
Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer fram í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn 21. mars kl 19:30.
Upptöku af leiknum má finna á youtube-rás ÍHÍ og leikskýrslu með því að smella hér.