Fjölnir vinnur í framlengingu eftir óvænta endurkomu SR
Fjölnir vinnur í framlengingu eftir óvænta endurkomu SR
Skautafélag Reykjavíkur heimsótti Fjölni síðastliðið þriðjudagskvöld í fyrsta leik þeirra á nýju ári, þeim síðari fyrir Fjölni. Þetta var svo sannarlega spennandi leikur.
Bæði lið byrjuðu fyrsta leikhlutann af krafti, fram og tilbaka yfir ísinn en það var Fjölnir sem hafði betur, pressaði stíft á SR-vörnina og hélt markverðinum á tánum, með 15 skotum í leikhlutanum. Sem betur fer fyrir SR var markvörðurinn Jóhann Björgvin vel vakandi og varði öll skotin. SR drap á powerplay Fjölnis og bæði lið fóru markalaus inn í næsta leikhluta.
Annar leikhluti byrjaði svipað og sá fyrri með hörku fram og tilbaka, bæði lið börðust til að ná færi til að skora. Þegar SR missti mann útaf á 8. mínútu leikhlutans gat Fjölnir skorað sitt fyrsta mark og bætti svo öðru við aðeins 3 mínútum síðar vegna stórra mistaka í sending SR sem leikmaður Fjölnis Martin Simanek, nýtti sér vel og breytti stöðunni í 2-0. Ekki var mínúta liðin þar til Fjölnir skoraði enn og aftur og skildi SR undir með 3 og í miklum erfiðleikum. Langskot SR # 95 Haukur Steinsen skilaði loksins fyrsta marki þeirra, en Fjölnir vippaði pökknum yfir Jóhann Björgvin og skoraði enn og aftur þegar rúm 1 mínúta var eftir af leikhlutanum.
Þriðji leikhluti var einmitt það sem aðdáendur íslensks íshokkís voru komnir að sjá. Við fengum að sjá góðar tæklingar, meira að segja tók markvörður Fjölnis þátt í því og viðsnúning í leik sem hefði verið epískur hefði þetta tekist fyrir SR.
Þegar 3 mínútur voru liðnar af leikhlutanum skautaði Þórir Aspar, markvörður Fjölnis, úr neti sínu til að koma höggi á framherja SR #17, Alex Sveinsson, og stöðvaði hraðaupphlaup.
Sambland af frákastsmarki fyrir SR og góðri tæklingu frá varnarmanni SR #20 Jonathan Otuoma, í fyrsta leik hans eftir langt bann, efldi andann hjá SR. Bæði liðin börðust hart síðustu mínútur leiksins, sem voru æsispennandi því SR tók markvörðinn sinn út og með eins manns forskoti tókst þeim að skora tvisvar á síðustu 90 sekúndunum og þvinga Fjölni í framlengingu.
Fjölnir hefur kynnst framlengingunni á þessu tímabili og eyddi engum tíma, vann leikinn innan við mínútu eftir að pökkurinn féll með marki #21 Viggós Hlynssonar.
Leikurinn í tölum:
SOG (skot á mark): FJO 41 SR 31
PIM (refsing í mínútum): FJO 6 SR 6
PPG (powerplay mörk): FJO 2 SR 1
Þórir Aspar (FJO) fékk á sig 31skot og varði 27: 87.1% markvarsla.
Jóhann Ragnarsson (SR) fékk á sig 41 skot og varði 36: 87.8% markvarsla.
Mörk/stoðsendingar:
Fjölnir
#2 Jón Helgason 0/2, # 4 Martin Simanek 1/2, #21 Viggó Hlynsson 2/0, #20 Emil Alengaard 0/1, #25 Hilmar Sverrisson 1/1, #27 Falur Gudnason 1/0
Skautafélag Reykjavíkur
# 9 Axel Orongan 0/2, #11 Haukur Karvelsson 1/1, #16 Gunnlaugur Thorsteinsson 1/0, #17 Alex Sveinsson 0/1, #19 Kári Arnarsson 0/1, #40 Thorgils Eggertsson 1/1, #92 Luckas Dinga 0/1, #95 Haukur Steinsen 1/0