Úrslitakeppni karla – Þriðji leikur

Úrslitakeppni karla – Þriðji leikur

Birt: 26.03.2023Flokkar: FréttirMerki: , , ,
DSC04374

Jóhann Leifsson fagnar 3 marki SA. Ljósmynd Stefán Oddur Hrafnsson

Þriðji leikurinn í úrslitakeppninni fór fram í dag milli SR og SA. Staðan í keppninni er 1-1. SR byrjaði á því að sigra SA fyrir norðan og SA svaraði fyrir sig fyrir sunnan.

Fyrsti leikhluti

Eins og venjulega milli þessara liða hófst hann með látum. Keyrslan var gífurleg og var pökkurinn í leik fyrstu átta mínúturnar þangað til að ísing var dæmd. Það var bókstaflega allt stál í stál í fyrsta leikhlutanum. SA fékk powerplay um miðjan leikhlutann en SR gerði vel í að verjast. SA fengu nokkur tækifæri til þess að komast yfir en #29 Atli Valdimarsson, í marki SR, lokaði markinu. Eftir gríðarlega spennandi fyrsta leikhluta stóð því jafnt, 0-0.

Atli Valdimarsson, í marki SR, ver skot frá leikmanni SA. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Annar leikhluti

Annar leikhlutinn var ekki síðri. Meiri harka var kominn í leikinn og aðeins meiri hiti. Boxið fékk þó nokkra notkun hjá báðum liðum í þessum leikhluta. Bæði liðin fá tækifæri 5 á 4 en ekki varð neitt úr því. Þegar tæpar 15 mínútur voru liðnar af leikhæutanum fóru hlutir að gerast. SR missir mann útaf fyrir tripping. Sa stillir upp í góða og langa sókn. #5 Gunnar Arason, hjá SA, sendir pökkinn á #19 Andra Mikaelsson bakvið mark SR. Andri bíður aðeins þangað til að hann sendir pökkinn hægra meginn á #23 Hafþór Sigrúnarson sem skorar fyrir SA. Staðan 1-0 fyrir SA.

SA-menn fagna marki. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Nokkrum mínútum síðar er SA aftur í sókn. #13 Uni Blöndal er í baráttu vinstra meginn en kemur pekkinum á #16 Ólaf Björgvinsson sem kemur hratt á markið vinstra meginn og skýtur. #29 Atli Valdimarsson ver í marki SR en #8 Birkir Einisson, hjá SA, kemur hægra meginn frá og nær frákastinu og skorar. Staðan 2-0 fyrir SA.

Þriðji leikhluti

SA ákvað fara langleiðina með að tryggja sig sigurinn strax í byrjun leikhlutans. #23 Hafþór Sigrúnarson stelur pekkinum af SR í hlutlausasvæðinu og sendir á #19 Andra Mikaelsson. Andri fer sækir og sendir pökkinn til hægri þar sem #10 Jóhann Leifsson kemur á siglingu og skorar. Staðan orðin 3-0 fyrir SA.

Jóhann Leifsson fagnar 3 marki SA. Ljósmynd Stefán Oddur Hrafnsson

Rúmar 10 mínútur eru liðnar þegar SR tekur leikhlé. Það sem var sett upp í leikhléinu gekk að öllum líkindum ekki eftir þar sem SR misstu tvo leikmenn útaf með stuttu millibili sem skildi SR 3 á móti fullskipuðu liði SA. SA menn voru ekkert að drífa sér og spiluðu pekkinum vel á milli sín. fór áð svo þannig að #10 Jóhann Leifsson bætti við öðru marki sínu. Stoðsendingar skráðust á #5 Gunnar Arason og #19 Andra Mikaelsson. Staðan orðin 4-0 fyrir SA.

Góð mæting var í Skautahöllina á Akureyri. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Leikurinn hélt áfram og harkan og baráttan í SR dvínaði ekki. 35 sekúndur voru eftir af leiknum þegar SR skorar fyrsta markið sitt og síðasta í leiknum. #23 Kári Arnarsson kemur pekkinum á #9 Axel Orongan eftir flott spil SR-inga og skorar.

Loka niðurstaða 4-1 fyrir SA.

Staðan í einvíginu er því orðin 2-1 fyrir SA. Næsti leikur er á þriðjudaginn í Laugardalnum kl 19:45. Nú er það að duga eða drepast fyrir SR og búast má við hörku leik.

Hægt er að horfa á upptöku af leiknum með því að smella hér.