HM kvenna í Mexíkó – Ísland mætir Lettlandi

HM kvenna í Mexíkó – Ísland mætir Lettlandi

OLIO7689

Ljósmynd: Ólafur Örn Þorgrímsson.

Annar leikur Íslands fór fram í nótt og var hann á móti sterku liði Letta.

Fyrsti leikhluti

Leikurinn hófst ekki á bestu nótunum þar sem fyrsta mark andstæðinganna kom eftir 17 sekúndur. Hratt spil milli leikmanna Letta sem endaði með skoti #21 Liga Miljone í fjærhornið. Staðan 0-1 fyrir Lettlandi. Rúmar 5 mínútur eru liðnar þegar Ísland missir mann af ísnum. Lettar stilla upp í sókn en gera mistök. Leikmaður Íslands kemst einn á móti markmanni Letta en nær ekki að nýta færið. Við það komast Lettarnir hratt til baka í sókn, 2 á 1, og skora.  #24 Linda Rulle sendir á #19 Anna Lagzdina sem skorar. Staðan 0-2 fyrir Lettlandi. 12 mínútur eru liðnar þegar Lettland kemst þremur mörkum yfir. Einhver vandræði eru í svæði Íslands og ratar pökkurinn einhvern veginn á #19 Anna Lagzdina sem er við hlið marksins og potar pekkinum inn. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrsta leikhluta.

Varið skot. Ljósmynd: Ólafur Örn Þorgrímsson.

Annar leikhluti

Annar leikhlutinn er frekar tíðinda lítill. #1 Andrea Bachmann kemur inn í mark Íslands fyrir #25 Birtu Helgudóttur. Boxið var hlýtt í leikhlutanum fyrir bæði liðin. Hvorki Ísland né Lettland náði að nýta sér yfirtöluna fyrstu 10 mínútur leikhlutans. Rétt um 10 mínútur eru liðnar af leikhlutanum þegar íslensku stelpurnar missa pökkinn frá sér á svæði Letta. #23 Agnese Apsite sendir pökkinn upp á #22 Krista Nikole Yip-Chuck sem kemst ein á móti Andreu í marki Íslands og skorar. Staðan orðin 0-4 fyrir Lettlandi. Íslensku stelpurnar fá tækifæri í lok leikhlutans þegar Lettar missa 2 leikmenn af svellinu með stuttu millibili, en ná ekki að notfæra sér það.

#9 Amanda Bjarnadóttir reynir skot umkrind Lettum. Ljósmynd: Ólafur Örn Þorgrímsson.

Þriði leikhluti

Þriðji leikhlutinn fer fjörlega af stað. Tæpar 2 mínútur eru liðnar þegar Lettar missa leikmann af velli. Stelpunum tekst ekki að koma pekkinum í markið manni fleiri. Lettarnir ná að komast hratt upp og ná skoti en Andrea ver vel. Hinsvegar fær Andrea kylfu í hendina og þarf að fara út af fyrir aðhlynningu. Birta leysir Andreu af í rúma mínútu þangað til Andrea kemur aftur inn á, tilbúin í slaginn. 

Rúmar 7 mínútur eru liðnar af leikhlutanum þegar Lettar bæta við fimmta marki sínu í leiknum. Lettar vinna uppkast í svæði Íslands. #9 Evelina Kolite sendir á #21 Liga Miljone sem skorar. Staðan 0-5 fyrir Lettum. 

Stelpurnar létu finna fyrir sér. Ljósmynd: Ólafur Örn Þorgrímsson.

Það virðist vera kominn smá pirringur í stelpurnar þegar um 10 mínútur eru eftir. Ísland missir tvo leikmenn af velli með stuttu millibili. Lettar stilla upp í sókn 5 á 3 og leita af færi. #21 Liga Miljone tekur skot sem Andrea ver en #13 Aija Balode nær frákastinu og skorar sjötta mark Letta. 

Ekki eru fleiri mörk í leiknum og endar hann því 0-6 fyrir Lettlandi.

Hægt er að nálgast leikskýrsluna með því að smella hér. Upptöku af leiknum má finna á Youtube-rás Íshokkísambands Mexíkó.