SR eykur bilið | Hertz-deild karla
SR eykur bilið | Hertz-deild karla
SR heimsótti Fjölni í gærkvöldi með hefndarhug eftir síðasta leik. Keppnin um sæti í úrslitakeppninni er hörð og stutt á milli liðana tveggja. SR tókst með sigri í kvöld að auka bilið upp í sjö stig. Möguleikar Fjölnis að ná SR í stigum fer dvínandi.
Fyrsta lotan var gríðarlega jöfn en fyrsta markið kom ekki fyrr en í annari lotu. Fjölnismenn tóku forskotið en SRingar svöruðu innan við 30 sekúndum seinna. Fjölnir náði forskotinu aftur þegar leikhlutinn var hálfnaður, 2-1. Allt leit út fyrir að Fjölnir myndi fara inn í seinna leikhlé með forskotið en Petr Stepanek, SR, jafnaði metin með 6 sekúndur til stefnu með skot úr erfiðu færi.
SRingar settu í annan í gír í þriðju lotunni. Þeir komust í 2-3 og þrátt fyrir góðar sóknir Fjölnis náðu þeir ekki að jafna. SR skoraði 4 markið þegar rúmar 3 mínútur voru til leiksloka. Fjölnismenn gripu til þess að taka Þóri Aspar, markmann, út og setja auka mann í sóknina. SR náði að stela pekkinum og skora í autt markið, 2-5.
Leikurinn var heldur rólegri fyrir dómarana en síðasti leikur sem fram fór í Egilshöll, og fékk spilamennska liðana beggja að blómstra.
Mörk og stoðsendingar Fjölnis: Viggó Hlynsson (1/0), Kolbeinn Sveinbjarnarson (1/0), Hilmar Sverrisson (0/1), Kristján Jóhannesson (0/1), Emil Alengård (0/1)
Mörk og stoðsendingar SR: Axel Orongan (2/1), Petr Stepanek (2,1), Gunnlaugur Þorsteinsson (1/0), Filip Krzak (0/2), Styrmir Maack (0/1)
Upptöku af leiknum má finna á youtube-rás ÍHÍ. Leikskýrsla er aðgengileg hér.