Mörk og refsingar í Egilshöll | Hertz-deild karla

Mörk og refsingar í Egilshöll | Hertz-deild karla

Ljósmynd úr fyrri leik liðanna. Ljósmynd: Bjarni Helgason

SA og Fjölnir mættust í hörku leik í Grafarvoginum í Hertz-deild karla í kvöld. SA byrjaði kröftuglega í kvöld og komst 0-3 yfir í fyrstu lotu leiksins. Vert er að benda á að Fjölnir spilaði í tæpar 2 mínútur 3 á 5 vegna brottvísana en náðu að halda linnulausu sókn SA í skefjum.

Önnur lotan var heldur rólegri en Fjölnir minnkaði munin í 1-3.

Fjölnismenn mættu mjög hungraðir í þriðju lotuna. Fjölnir er í harðir keppni við SR upp á að komast í úrslitakeppnina og skiptir hvert stig máli.

SA skorðu fjórða markið þegar rúmar 11 mínútur voru eftir af leiknum en Fjölnismenn svöruðu fljótt aftur, 2-4.

Þegar rúmar 2 mínútur voru eftir sprakk allt í loft upp. Mikil slagsmál brutust út fyrir aftan mark Fjölnis sem endaði með sturtu dómum á Martin Simanek, Fjölni, og Matthías Stefánsson, SA. SA misstu mann út af þegar tvær mínútur voru eftir og tóku Fjölnir markmann sinn, Þórir Aspar, út. Sóknin gekk því miður ekki betur en svo að SA náði að skora í autt markið. Endaði leikurinn 2-5 SA í vil. Félagarnir Martin Svoboda og Liridon Dupljaku, Fjölnir, áttu smá orðaskipti við dómara leiksins í lokin og fengu í kjölfarið 20 mínútna refsingu.

Samanlagður refsitími liðana í leiknum voru 108 mínútur og segja má að dómararnir hafi þurft að vinna fyrir sínu í kvöld.

Hægt er að horfa á upptöku af leiknum á youtube-rás ÍHÍ og leikskýrslu má finna hér.

Mörk og stoðsendingar Fjölnis: Martin Simanek (1/0), Andri Helgason (1/0), Róbert Pálsson (0/2), Sölvi Egilsson (0/1), Viggó Hlynsson (0/1).

Mörk og stoðsendingar SA: Unnar Rúnarsson (1/1), Róbert Hafberg (1/0), Jóhann Leifsson (1/0), Uni Sigurðarson (1/0), Birkir Einisson (1/0), Baltasar Hjálmarsson (0/2), Gunnar Arason (0/2), Andri Mikaelsson (0/1)