SA 2-1 yfir í einvíginu | Úrslitakeppni Hertz-deildar karla

SA 2-1 yfir í einvíginu | Úrslitakeppni Hertz-deildar karla

Góð mæting var í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Þriðji leikur í úrslitakeppni karla fór fram í kvöld þar sem SA tók á móti SR. Staðan var 1-1 í einvíginu eftir að liðin skiptust á sigrum á heimavöllum hvors annars. Allt benti til hörku leikjar og reyndist það vera raunin frá fyrstu mínútu.

Líkt og í fyrsta leik einvígisins komst SA yfir þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Lotan einkenndist af mjög jöfnu spili og mátti sjá á SR að þeir ætluðu sér að svara fyrir sig. 

Jóhann Leifsson skroaði tvö mörk fyrir SA. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Heimamenn skoruðu annað markið í leiknum þegar önnur lotan var við það að verða hálfnuð. SA komst svo 3-0 yfir áður en SR náði að minnka muninn í 3-1 rétt fyrir lok annarar lotu.

SRingar fagna marki Kára Arnarssonar. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Þrátt fyrir góðar sóknir tókst SR ekki að skora annað mark. SA hins vegar gaf í náði að skora 4 mörk til viðbótar í lotunni. Úrslitin því 7-1 og SA leiðir einvígið 2-1.

„Svona eigum við að spila“

Marka skorun SA dreifðist vel en þrír leikmenn skoruðu tvö mörk, þar á meðal Unnar Rúnarsson, sem við náðum tali af. Til hamingju með sigurinn. Hver eru fyrstu viðbrögð þín eftir leikinn? Takk fyrir það. Bara geggjaður karakter í liðinu og svona eigum við að spila. Miðaða við fyrsta leikinn sem við töpuðum, þá var þessi í dag hvernig við eigum að gera þetta.

Það vaknaði eitthvað í ykkur í þriðju lotunni í síðasta leik, hjálpaði það að verða veðurtepptir fyrir sunnan ykkur að halda sama dampi? Já það var bara fínt, hefði verið verra ef við hefðum tapað leiknum. En við náðum að hrista okkur saman og losa okkur við einstaklings mistökin og við erum byrjaðir að spila sem lið.

„Þið getið búist við hörku leik í Reykjavík“

Einn af lykilmönnum SR er Axel Orongan. Þetta gekk ekki alveg nógu vel hjá ykkur í dag. Hver eru svona fyrstu viðbrögðin þín eftir leikinn? Nei, þeir komu bara miklu sterkari inn í þennan leik ef ég á að vera hreinskilinn. Það er samt ekkert neikvætt tal í hópnum núna, þetta spilaðist eins í fyrra. SA komst 2-1 yfir og við sýndum bara karakter og komum til baka, þannig þið getið búist við hörku leik í Reykjavík núna á þriðjudaginn.

Þið stóðuð vel í þeim fyrstu tvær loturnar og sérstaklega penalty killin voru frábær. Þetta virðist bara ekki hafa fallið með ykkur í dag. Já playoffs er mikið penalty kill og powerplay, ef þú ert með gott powerplay þá eru mjög góðar líkur á að þú vinnir playoffs. Það er bara svoleiðis, það er þannig allstaðar í heiminum. En við þurfum bara að vera duglegri í varnarsvæðinu og horfa aðeins upp, sjá hvar hinir leikmennirnir eru, hvort þeir séu ekki fyrir aftan okkur eða ekki. Við þurfum bara að skerpa aðeins á nokkrum hlutum og koma okkur aftur á réttu brautina.

Hörku leikur þar sem markatalan segir ekki alla söguna. Eins og Axel sagði má búast við hörku leik í Laugardalshöllinni næstkomandi þriðjudag kl: 19:30 og hvetjum við alla að fylgjast vel með.

Mörk og stoðsendingar SA: Jóhann Leifsson (2/0), Unnar Rúnarsson (2/1), Rúnar Hafberg (2/1), Uni Blöndal (1/0), Atli Sveinsson (0/2), Arnar Kristjánsson (0/1), Andri Sverrisson (0/1)

Mark og stoðsendingar SR: Kári Arnarsson (1/0), Ólafur Björnsson (0/1).

Upptöku af leiknum má finna á youtube-rás ÍHÍ og leikskýrslu með því að smella hér.