Fyrsti leikur SFH og SA
Fyrsti leikur SFH og SA
Skautafélag Hafnarfjarðar lék fyrsta leik sinn við Skautafélag Akureyrar í kvöld. Leikurinn fór fram fyrir norðan í Skautahöllinni á Akureyri en Hafnfirðingar voru titlaðir sem heimalið.
Leikurinn var fjörugur frá fyrstu mínútu og þrátt fyrir aksturinn norður voru „heima mennirnir“ úr Hafnarfirðinum líflegir. SA menn voru fyrstir til þess að komast á blað þegar tæpar 5 mínútur voru liðnar afleiknum. Pétur Sigurðsson náði frákasti á undan Radek Haas, markmanni Hafnfirðinga, og kom pekkinum inn. Það var ekki eina mark SA í leikhlutanum því 10 mínútum seinna kom annað markið þegar Marek Vybostok skoraði úr þröngu færi, eftir að hafa fyrst skotið framhjá markinu. Þriðja mark SA kom á loka sekúndu leikhlutans þegar Andri Mikaelsson, náði að notfæra sér mannfjöldann þar sem leikmaður Hafnarfjarðaliðsis sat í boxinu.
Aðeins voru 23 sekúndur liðnar af öðrum leikhluta þegar Hafþór Sigrúnarson bætti 4 marki SA við. Fyrsta mark Hafnfirðinga leik dagsins ljós þegar þeir voru einum manni færri á svellinnu. Hafnfirðingar náðu pekkinum af SA mönnum og Björn Sigurðarson komst í skyndisókn einn á móti Tyler Szturm, markmanni SA, og þrumaði pekkinum í netið. Rétt undir lok leikhlutans var Hafþór aftur á ferð og skoraði fimmta mark SA.
Þriðja og síðasta lotan einkenndist einna helst af refsingum. Hafnfirðingar byrjuðu á því að tvær refsingar í röð sem SA menn náðu að nýta sér. Gunnar Arason skoraði sjötta mark SA eftir stoðsendingu frá Tyler Szturm, markmanni SA. Það er ekki á hverjum degi þar sem markmaður fær skráða á sig stoðsendingu. Næst var komið að SA að fá á sig refsingar trekk í trekk. Hafnfirðingar sóttu en þreytan var farin að segja til sín. Ekki náðu þeir að bæta við fleiri mörkum þrátt fyrir góða spilamennsku.
Endaði leikurinn 6-1 fyrir SA en ekki láta markatöluna blekkja ykkur, leikurinn var gríðarlega fjörugur og verður spennandi að fylgjast með Skautafélagi Hafnarfjarðar út leiktíðina. Þrátt fyrir að vera ný stofnað lið og ekki spilað mikið saman áður eru þeir með flottann mannskap sem eiga eftir að gera góða hluti í deildinni.
Mörk og stoðsendingar
SFH: Björn Sigurðarson (1,0), Gunnlaugur Guðmundsson (0,1).
SA: Hafþór Sigrúnarson (2,0), Gunnar Arason (1,2), Andri Mikaelsson (1,1), Marek Vybostok (1,0), Pétur Sigurðsson (1,0), Unnar Rúnarsson (0,2), Andri Sverrisson (0,1), Björn Jakobsson (0,1), Halldór SKúlason (0,1), Jóhann Leifsson (0,1), Tyler Szturm (0,1).
Markmenn
Radek Haas, markmaður SFH, varði 45 af 51 skoti eða 90% markvarsla. Tyler Szturm, markmaður SA, varði 35 af 36 skotum eða 97% markvarsla.