Taphrina Hafnarfjarðar heldur áfram
Taphrina Hafnarfjarðar heldur áfram
Sölvi Atlason og Haukur Karvelsson skoruðu tvö mörk hvor, og komu SRingum á bragðið i áfamhaldandi sigurgöngu SR.
Jóhann Ragnarsson varði 20 skot fyrir SR í öðrum 7-1 sigri þeirra gegn SFH í Skautahöllinni í Laugardal á þriðjudagskvöldið. Leikurinn var nánast endurtekning á leiknum sem var spilaður þar fyrir viku síðan.
„Ég verð að segja að við erum með mjög góðan markmann á þessu tímabili, Jóhann. Við erum með frekar sterkt, ungt lið… aðalatriðið er bara að skauta, það er mikil færni í öllum línum og hjá öllum okkar leikmönnum,“ sagði Miloslav Racansky, þjálfari SR, fyrir leikinn. „Þeir (SFH) eru með marga reynslumikla leikmenn eins og sást í síðasta leik. Þetta er ekki svo auðvelt. Þeir spila mjög líkamlegt íshokkí og eru nýtt lið í deildinni og auðvitað eru þeir að reyna að sanna að þeir geti unnið leikina. Ég er viss um að þetta verður spennandi tímabil.”
Sölvi Atlason (st. Kári Arnarsson) og Haukur Karvelsson (st. Lukas Dinga) settu tóninn fyrir SR, komust báðir framhjá vörninni og renndu nánast eins skotum framhjá Radek Haas, markverði SFH, og komu SR kunnuglega í 2-0 forystu í fyrsta leikhluta.
Hins vegar komu orð þjálfarans Milos Racansky í bakið á honum þegar Ævar Arngrímsson varnarmaður SFH náði lélegri sendingu SR rétt fyrir framan netið og skoraði fyrsta mark SFH í leiknum. Staðan 2-1 í lok fyrsta leikhluta gaf fyrirheit um spennandi leik framundan en þetta reyndist vera fyrsta og eina mark SFH í leiknum.
Í öðrum leikhluta sýndi SFH sama leik og sást síðast þegar þessi tvö lið mættust. Líkamleg pressa, hörð högg og barátta um pökkinn var í fyrirrúmi fram yfir að halda uppi vörn sem gæti haldið SR frá sóknarsvæðinu. Sölvi Atlason (st. Eduard Kascak og Axel Orongan), Haukur Karvelsson (st. Hákon Magnússon og Eduard Kascak) og Lukas Dinga (st. Sölvi Atlason og Axel Orongan) skoruðu allir mörk sem SFH náði ekki að svara og leikhlutinn endaði í 5-1 forystu fyrir SR.
Axel Orongan, framherji SR, talaði fyrir leikinn um ólöglega kylfuákeyrslu sem hann fékk í síðasta leik á móti SFH frá Hjalta Friðrikssyni, varnarmanni #4, sem varð til þess að Hjalti fékk tveggja leikja bann:
“…þetta gerist í íshokkí og maður hristir þetta bara af sér og heldur áfram.”
Þegar 5 mínútur voru eftir af öðrum leikhluta og SR með 3-1 forystu, skallaði varnarmaður SFH #19 Þórhallur Viðarsson, Axel Orongan og fékk sturtudóm.
Í þriðja leikhluta tók jók SR enn forystuna í 7-1 með mörkum frá Hákoni Magnússyni (st. Gunnlaugur Þorsteinsson) og Helga Bjarnasyni (st. Axel Orongan). Helgi Bjarnason skoraði með stoðsendingu eftir eigin frákast og var það hans fyrsta mark í toppdeildinni.
Radek Haas varði 50 fyrir SFH sem heldur áfram 4 leikja taphrinu.
Leikurinn í tölum:
SOG (skot á mark): SR 57 SFH 21
PIM (refsing í mínútum): SFH 35 SR 6
PPG: SR 3 SFH 0
SHG: SR 1 SFH 0
Jóhann Ragnarsson (SR) fékk á sig 21 skot og varði 20: 95.24 % markvarsla.
Radek Haas (SFH) fékk á sig 57 skot og varði 7: 87.72% markvarsla.
Mörk/stoðsendingar:
Skautafélag Reykjavíkur
# 9 Axel Orongan 0/3
#11 Haukur Karvelsson 2/0
#14 Eduard Kascak 0/2
#16 Gunnlaugur Þórsteinsson 0/2
#18 Sölvi Atlason 2/0
#19 Kári Arnarsson 0/1
#23 Hákon Magnusson 1/1
#28 Helgi Bjarnasson 1/0
#92 Luckas Dinga 1/1
Skautafélag Hafnarfjarðar
# 8 Ævar Arngrímsson 1/0