Fjölnir í fjögurra leikja sigurgöngu
Fjölnir í fjögurra leikja sigurgöngu
Yfirburðir á ísnum og hörkuleikur tryggði 6-2 sigur Fjölnis á SR í gærkvöldi. Fjölnir fagnar nú sínum fjórða sigri í röð sem kemur þeim í 4-3-1 og annað sæti deildarinnar. SR mættu Fjölni í Egilshöll í þriðja sinn á leiktíðinni.
Leikurinn byrjaði með miklum hraða þar sem Fjölnir lét SR vita að þetta yrði erfiður leikur. Fjölnir hélt pressunni á SR, stjórnaði pökknum og neyddi SR til að halda sér í vörninni. Þegar 11 mínútur voru liðnar af leikhlutanum skoraði Fjölnir, leikmaður #19 Kristján Kristinsson power play mark með stoðsendingu frá Martin Simanek og Viggó Hlynssyni. Þegar þessum einhliða leikhluta lauk var hafði Fjölnir tekið 26 skot á Jóhann Ragnarsson markvörð SR en Nikita Montvids hjá Fjölni þurfti aðeins að verja 5 skot.
Annar leikhluti byrjaði svipað og sá fyrri þar sem Fjölnir var með yfirburði á ísnum. Eftir aðeins 3 mínútur skoraði Fjölnir leikmaður #5 Viktor Mojzyszek með stoðsendingum frá Kristjáni Jóhannessyni og Viggó Hlynssyni. Tilfinningar á báðum megin svellisins fóru að hitna og dómarar þurftu að slíta nokkrar deilur milli leikmanna þar sem treyjur voru togaðar og nokkrum hnefum kastað. Hlutirnir héldu áfram að versna fyrir SR á síðustu 5 mínútum leikhlutans þegar bæði Viggó Hlynsson og #77 Lindon Dupljaku skoruðu fyrir Fjölni og komu þeim í þunga 4 marka forystu.
SR vaknaði loksins í þriðja leikhluta þegar #23 Hákon Magnússon náði lausum pökk fyrir framan netið og skoraði með stoðsendingum frá Alex Sveinssyni og Kára Arnarssyni. Aðeins 5 mínútum síðar skoraði #19 Kári Arnarsson annað mark SR með stoðsendingu frá Hauki Karvelssyni. Fjölnir náði þó öðru power play og skoraði Viggó Hlynsson sitt annað mark í leiknum með stoðsendingu frá Viktori Svavarssyni. Svo var mark dæmt af, í þetta skiptið klúðruðu SR tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk og þegar aðeins 4 mínútur voru eftir jók Fjölnir muninn aftur í fjögur mörk með marki #27 Fals Guðnasonar, með stoðsendingu frá Andra Helgasyni.
Þessi spennandi og tilfinningaþrungni leikur endaði 6-2 fyrir Fjölni sem fagnar 4 leikja sigurgöngu.
Leikurinn í tölum:
SOG (skot á mark): FJO 60 SR 20
PIM (refsing í mínútum): FJO 14 SR 14
PPG: FJO 2 SR 1
Markmenn
Nikita Montvids (FJO) fékk á sig 20 skot og varði 18: 90% markvarsla.
Jóhann Ragnarsson (SR) fékk á sig 60 skot og varði 54: 90% markvarsla.
Mörk/Stoðsendingar
Fjölnir
#4 Martin Simanek 0/2
#5 Viktor Mojzyszek 1/0
#6 Andri Helgasson 0/1
#9 Róbert Pálsson 0/2
#11 Kristján Jóhannesson 0/1
#12 Viktor Svavarsson 1/1
#19 Kristján Kristinsson 1/0
#21 Viggo Hlýnsson 2/2
#25 Hilmar Sverrisson 0/1
#27 Falur Gúðnason 1/0
#77 Lindon Dupljaku 1/0
Skautafélag Reykjavíkur
#11 Haukur Karvelsson 0/1
#17 Alex Sveinsson 0/1
#19 Kári Arnarsson 1/1
#23 Hákon Magnusson 1/0