Baráttan um borgina endar með 4-2 sigri Fjölnis

Baráttan um borgina endar með 4-2 sigri Fjölnis

Baráttan um borgina

Fjölnir og Skautafélag Reykjavíkur háðu „baráttu um borgina“ á föstudaginn var og þrátt fyrir að það hafi verið Valentínusardagurinn var afskaplega lítinn kærleik að sjá úti á ísnum. Bæði liðin komu til að sigra og fyrstu tvo leikhlutana leit út fyrir að SR myndi hafa yfirhöndina. Eftir sterka byrjun SR var það varnarmaðurinn Jonathan Otuoma sem átti skot á mark Fjölnis þegar rétt rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum og náði að koma pökknum framhjá Nikita Montvids, markmanni Fjölnis. Þrátt fyrir að vera yfirtölu tvisvar í fyrsta leikhlutanum náði Fjölnir ekki nýta það. Annar leikhluti var svipaður, SR-ingar pressuðu stíft í varnarsvæði Fjölnis og Gunnlaugur Þorsteinsson skoraði úr frákasti af púðunum á Nikita. Það leit út fyrir að Fjölnir ætti erfiðan þriðja leikhluta fyrir höndum.

En þeir voru tilbúnir.

Þegar rúmlega tvær mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta náði varnarmaðurinn Martin Simanek hjá Fjölni að skora úr frákasti  í ati fyrir framan Jóhann Ragnarsson, markmann SR. Átta mínútum síðar kom annað mark með snörpu skoti frá Emil Alengaard, að þessu sinni á meðan SR var í yfirtölu. Jafn var leikurinn, en SR átti í erfiðleikum með að jafna sókn Fjölnis og komst ekki framhjá Nikita sem hafði nú lokað markinu. Fjölnir hélt pressunni og skoraði aftur þegar þeir voru í yfirtölu. Til að tryggja sigur sinn skoraði Fjölnir sitt fjórða mark eftir að SR tók markmann sinn út til að hafa tveggja manna forskot í von um að knýja fram framlengingu. Lokatölur urðu 4-2 fyrir Fjölni.

SA á 3 leiki eftir í deildinni en bæði SR og Fjölnir eiga 2 og SFH 1. Með því að vinna þennan leik halda Fjölnir sér í baráttunni um úrslitakeppnina. Fjölnir mætir SFH 20.02. og SA kemur til Reykjavíkur til að leika við SR 22.02.

Leikurinn í tölum:
SOG (skot á mark): FJO 38 SR 40
PIM (refsing í mínútum): FJO 10 SR 12
PPG (powerplay mörk): FJO 1 SR 0

SHG (short-handed mörk) FJO 2 SR 0

 

Nikita Montvids (FJO) fékk á sig 40 skot og varði 38: 95% markvarsla.
Jóhann Ragnarsson (SR) fékk á sig 37 skot og varði 34: 91.9% markvarsla.

Mörk/stoðsendingar:
Fjölnir
# 4 Martin Simanek 1/0, #21 Viggó Hlynsson 2/0, #20 Emil Alengaard 1/1

Skautafélag Reykjavíkur
# 9 Axel Orongan 0/1, #15 Niels Hafsteinsson 0/1, #16 Gunnlaugur Thorsteinsson 1/0, #17 Alex Sveinsson 0/1, #20 Jonathan Otuoma 1/0, #95 Haukur Steinsen 0/1

Höfundur: