Sigurgöngu SR lýkur með 5-4 tapi gegn Fjölni í vítakeppni

Sigurgöngu SR lýkur með 5-4 tapi gegn Fjölni í vítakeppni

SR berst til að halda sigurgöngu sinni á lífi

Kvennalið Fjölnis heimsótti SR í gærkvöldi í spennandi leik til að sjá hvort SR gæti haldið sigurgöngu sinni áfram eftir sigur í síðustu tveimur leikjum.

Leikurinn hófst með miklum hraða, bæði liðin einbeitt að ná sigri. Það var SR sem skoraði fyrsta markið þegar þrjár og hálf mínúta var liðin af leiknum. Refsing SR þegar rúmar 6 mínútur voru eftir af leikhlutanum kom Fjölni í yfirtölu en þeim tókst ekki að jafna leikinn. SR skoraði svo aftur, tók sitt eigið frákast og kom pökknum framhjá Karitas Halldórsdóttur, markmanni Fjölnis. Fjölnir skapaði sér fín tækifæri þegar aðeins sekúndur voru eftir af leikhlutanum en skoruðu ekki.

Fjölnir byrjaði annan leikhluta með hörku. Aukin pressa á SR skilaði árangri eftir aðeins 3 mínútur þegar þær náðu að skora þar sem Andrea Bachmann, markvörður SR, taldi sig hafa stöðvað pökkinn en hann rann inn hægra megin. SR svaraði með þriðja markinu innan við mínútu síðar og pressaði Fjölni með fjölda af stuttum skotum fyrir framan netið og staðan þá orðin 3-1. Fjölnir náði yfirtölu þegar SR fékk tvær refsingar í röð og skoruðu þær mark meðan SR sat af sér seinni refsinguna. Þegar sekúndur voru eftir af leikhlutanum fékk Fjölnir refsingu og SR byrjaði þriðja leikhlutann í yfirtölu.

SR skoraði sitt fjórða mark skömmu eftir að þriðji leikhlutinn byrjaði. Fjölnir náði að skjóta pökknum í gegnum þvöguna og skora þegar 9 mínútur voru eftir af leiknum og svo aftur þegar 7 mínútur voru eftir til að jafna metin. Leikurinn fór þá 3 á 3 bráðabana framlengingu.

SR réð ríkjum í framlengingunni með röð skota og hraðaupphlaupa en tókst ekki að skora. Vafasamt brot sem þó var ekki dæmt, þar sem Fjölnir fellir leikmann SR, gerði framlenginguna enn meira spennandi þar sem SR pressaði meira á net Fjölnis en náði ekki að skora. Leikurinn endaði með vítakeppni.

Báðir markmenn hófu vítakeppnina á því að stöðva fyrstu tvær skytturnar en #5 Sigrún Agatha skoraði í þriðja skoti Fjölnis, ósvarað af SR á þriðja. SR hélt sér í leiknum með því að verja fjórða skot Fjölnis sem og Fjölnir. Fjölnir stöðvaði SR í fimmta skiptið og SR svaraði með eigin vörn eftir því sem spennan fór vaxandi. Fjölnir náði að stöðva sjöttu skyttu SR fyrir sigurinn. Lokatölur urðu 5-4.

Leikurinn í tölum:
SOG (skot á mark): FJO 36 SR 30
PIM (refsing í mínútum): FJO 4 SR 10
PPG (powerplay mörk): FJO 1 SR 1

Karitas Halldórsdóttir (FJO) fékk á sig 30 skot og varði 26: 86.6% markvarsla.
Andrea Bachmann (SR) fékk á sig 36 skot og varði 31: 86.1% markvarsla.

Mörk/stoðsendingar:
Fjölnir
#5 Sigrún Árnadóttir 0/1, #13 Laura-Ann Murphy 1/2, #17 Kolbrún Garðarsdóttir 0/1, #19 Eva Hlýnsdóttir 1/0, #21 Elísa Dís Sigfinnsdóttir 1/0, #22 Karen Þórisdóttir 1/1, #25 Elín Darkoh 0/1

Skautafélag Reykjavíkur
#5 Inga Aradóttir 0/1, #10 Arna Friðjónsdóttir 1/0, #13 Saga Sigurðardóttir 0/1, #16 Ragnhildur Kjartansdóttir 0/1, #21 Zuzana Sliacka 0/1, #27 Alice Gasperini 2/0, #29 Gunnborg Jóhannsdóttir 1/0, #43 Friðrika Magnúsdóttir 0/2

Höfundur: