SR konur sigra SA í annað sinn á þessu tímabili
SR konur sigra SA í annað sinn á þessu tímabili
Það var ákafur leikur síðastliðið laugardagskvöld þegar SA konur komu til Reykjavíkur til að spila gegn kvennaliði SR. SR kom SA, sem er í öðru sæti deildarinnar á eftir Fjölni, á óvart með því að taka völdin snemma leiks. Í fyrsta leikhluta voru tvö mörk ósvöruð fyrir SR, seinna markið var skorað þegar þær voru leikmanni færri og aðeins nokkrar sekúndur eftir af lotunni. SR liðið var ákafara og fékk þrjár refsingar í lotunni, þar af tvær fyrir ólöglegar tæklingar í kvennaleik. Spennan magnaðist áfram í öðrum leikhluta þar sem hvorugu liðinu tókst að skora en börðu hvort annað fram og tilbaka yfir ísinn.
Í þriðja leikhluta skoraði SA sitt eina mark í leiknum, vel útfært skot efst úr svæðinu og mjög flott samspil hjá SA. Þegar leið á lotuna skoraði SR í þriðja sinn og stuttu síðar tók SA markmanninn sinn af ísnum fyrir síðustu 101 sekúndu leiksins. Að hafa 6 leikmenn á ísnum gerði ekki gæfumuninn fyrir SA og SR náði að halda netinu lokuðu. Lokatölur 3-1 fyrir SR.
Þetta var síðasti heimaleikur SR á tímabilinu. Öll liðin munu mætast aftur í apríl áður en úrslitakeppnin hefst.
Leikurinn í tölum
SOG (skot á mark): SA 30 SR 21
PIM (refsing í mínútum): SA 6 SR 6
PPG (powerplay mörk): SA 0 SR 0
SHG (shorthanded mörk): SA 0 SR 1
Shawlee Gaudreault (SA) fékk á sig 21 skot og varði 18: 85.7% markvarsla.
Andrea Bachmann (SR) fékk á sig 30 skot og varði 29: 96.7% markvarsla.
Mörk/stoðsendingar:
SA
#3 Anna Ágústsdóttir 0/1, #12 Aðalheiður Ragnarsdóttir 0/1, #24 Kolbrún Björnsdóttir 1/0
SR
#5 Inga Aradóttir 1/0, #7 Alexandra Hafsteinsdottir 0/1, #13 Saga Sigurðardóttir 1/1, #21 Zuzana Sliacka 1/0, #27 Alice Gasperini 0/1