“Shutout” sigur á Hokkíveisla Reykjavíkur

“Shutout” sigur á Hokkíveisla Reykjavíkur

SA berst til að jafna stöðuna

SA kom til Reykjavíkur til að mæta SR í seinni leiknum í tvíhöfða laugardagsins. Karlarnir fóru á ísinn eftir kvennaleikinn þar sem SR vann sinn annan sigur gegn SA á þessu tímabili.

Þetta var mikilvægur leikur fyrir karlalið SR en þeir voru dottnir í þriðja sæti deildarinnar eftir tap gegn Fjölni þann 14. febrúar.

Það var augljóst frá upphafi leiks að hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir og ná fram toppleik frá mótherjanum. Fyrri hluti lotunnar einkenndist af hörðum höggum og góðu samspili. Þá náði SR að nýta sér mistök SA, stela pökknum og skora fyrsta mark leiksins á meðan þeir spiluðu manni færri. Liðin voru jöfn í refsimínútum í leikhlutanum, fyrir minniháttar brot. Í öðrum leikhlut missti #23 Hákon Magnússon hjá SR ró sína og skallaði leikmann SA í hefndarskyni fyrir vafasamt högg, sem skilaði honum harðri refsingu og var Hákon sendur í sturtu. SR átti eftir að fá fleiri refsingar á tímabilinu en einnig annað mark, aftur frá #18 Sölva Atlasyni sem skoraði líka það fyrsta, í þetta sinn skoraði hann í power play.

Mikill tilfinningahiti fylgdi báðum liðum inn á ísinn í þriðja leikhluta þar sem höggin urðu harðari og pressan að markinu ákafari. Átta mínútum inn í þriðja leikhluta skoraði SR aftur þrátt fyrir mikla pressu frá SA. Fjórum mínútum síðar skallaði leikmaður SA #3 Bergþór Ágústsson leikmann SR eftir ákeyrslu fyrir framan SR markið, sem skilaði honum refsingu og sturtudómi. Jóhann Ragnarsson, markmaður SR, lokaði netinu og kom í veg fyrir að SA skoraði og tryggði honum þar með sína fyrstu útilokun (e. shutout) á tímabilinu. Lokatölur 3-0 fyrir SR.

Með þessum sigri endurheimtir SR annað sætið með 29 stig, 6 stigum á eftir SA og aðeins 2 stigum á undan Fjölni. Bæði Fjölnir og SR eiga 1 leik hvor eftir á tímabilinu gegn SA, þannig að næsti leikur Fjölnis og SA í Egilshöll þann 1. mars verður leikur sem íslenskir íshokkíaðdáendur geta ekki leyft sér að missa af!

 

Leikurinn í tölum
SOG (skot á mark): SA 32  SR 32
PIM (refsing í mínútum): SA 37  SR 31
PPG (powerplay mörk): SA 0  SR 1

SHG (shorthanded mörk): SA 0  SR 1

 

Tyler Szturm (SA) fékk á sig 32 skot og varði 29: 90.6% markvarsla.
Jóhann Ragnarson (SR) fékk á sig 32 skot og varði 32: 100% markvarsla.

Mörk/stoðsendingar:
SR
#14 Eduard Kascak 0/1, #15 Niels Hafsteinsson 0/2, #16 Gunnlaugur Thorsteinsson 1/0, #18 Sölvi Atlason 2/0, #19 Kári Arnarson 0/1

Höfundur: