Fjölniskonur komnar með aðra hönd á titilinn
Fjölniskonur komnar með aðra hönd á titilinn
Síðastliðinn laugardag áttust við lið Fjölnis og Skautafélags Akureyrar í úrslitakeppni Toppdeildar kvenna í íshokki. þetta var þriðji leikur liðanna í úrslitum, en fyrir hann var einvígið jafnt, hvort lið hafði unnið einn leik. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja íslandsmeistaratitil.
Þessi leikur líkt og þeir fyrri byrjaði þannig að bæði liðin voru að reyna fyrir sér, bæði áttu góða spretti og atlögur að marki andstæðinganna. það var þegar að um það bil 8 mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta sem að lið Fjölnis setti í fluggír og tók öll völd á ísnum í fjórar mínútur. A þessum stutta tíma skoraði liðið þrjú mörk og setti með því lið SA algjörlega úr jafnvægi það sem eftir lifði af fyrsta leikhluta. Fyrsta markið skoraði Hilma Bergsdóttir á tímanum 12:37 það væri eftir stoðsendingu frá Kolbrúnu Garðarsdóttur og Berglindi Leifsdóttur. Annað markið skoraði Teresa Snorradóttir eftir stoðsendingu frá Kolbrúnu Garðarsdóttur og Hilmu Bergsdóttur. Þriðja markið á þessum tæplega fjögurra mínútna kafla átti síðan Elísa Sigfinnsdóttir eftir stoðsendingar frá þeim Flosrúnu Jóhannesdóttur og Karínu Þórisdóttur. Stórbrotin leikkafli af hálfu Fjölnis.
Í öðrum leikhluta klóruðu norðan konur örlítið í bakkann. Eftir tæplega tveggja mínútna leik skoraði Magdalena Sulova fyrir Skautafélag Akureyrar eftir stoðsendingu frá Silvíu Björgvinsdóttur og Sólrúnu Össu Arnardóttur og staðan í leiknum þá orðin þrjú eitt fyrir Fjölni. Leikurinn jafnaðist nokkuð við þetta og liðinn áttu mjög góð færi á báða bóga en það skilaði ekki marki fyrr en í þriðja og síðasta leikhlutanum, nánar þegar einungis tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá var það Berglind Leifsdóttir sem innsiglaði öruggann sigur Fjölnis kvenna með glæsilegu marki. Úrslit leiksins ljós, fjögur eitt fyrir Fjölni.
Lið Fjölnis er með þessu komið í nokkuð þægilega stöðu. Fjórði leikurinn í einvíginu verður leikinn á Akureyri á morgunn þriðjudaginn 18. mars og hefst klukkan 19:30. Þá mun annað tveggja gerast. Annaðhvort bíta norðan konur í skjaldarrendur og hafa sigur og ná þannig að knýja fram fimmta leik í úrslitarimmunni eða hinn möguleikinn að liðsmenn Topp deildar kvennaliðs Fjölnis verða krýndir Íslandsmeistarar. Spilað er þar til úrslit hafa náðst.
Við hvetjum alla sem áhuga hafa á því að kynna sér þessa skemmtilegu íþrótt að fjölmenna í Skautahöllina á Akureyri klukkan 19:30 á morgun þriðjudag.