Skautafélag Akureyrar komið yfir í Íslandsmeistara einvíginu
Skautafélag Akureyrar komið yfir í Íslandsmeistara einvíginu
Úrslitakeppnin í íshokkí karla hófst á laugardag, akkúrat viku seinna en ætlað var í fyrstu. Gömlu erkifjendurnir í SA og SR áttust við í skemmtilegum leik sem leikin var á Akureyri. SA vann leikinn 7:4 og er þá með 1:0 forustu í einvíginu.
Norðanmenn komust í 1:0 en SR svaraði fljótt með tveimur mörkum og skoti í þverslá. Þetta tók aðeins broddinn úr leik noranmanna og á þessum kafla í fyrsta leikhluta virtist sem Reykjavíkurliðið væri með öll völd á ísnum. SA liðar hrukku þó í gang á ný og tókst þó að skora tvisvar á skömmum tíma og staðan eftir fyrsta leikhlutann var 3:2 fyrir Norðanmönnum í vil.
Annar leikhluti var mikill baráttu tími í leiknum þar sem bæði lið fylgdu fast eftir og mikill hraði og barátta einkenndi spilið. Eftir 13 mínútna baráttu var það fyrirliði SR Kári Arnarsson sem kom inn marki og jafnaði í 3:3. Skömmu síðar fékk SA gullið tækifæri á að koma sér í forustu á ný. Þá missti SR tvo leikmenn í refsiboxið á sama augnabliki. Því voru Akureyringar með tvo í yfirtölu í heilar tvær mínútur en þeim tókst ekki að brjóta þriggja manna vörn SR á bak aftur. Það var svo á lokamínútum leikhlutans, nánar á kafla sem einugis var 2 mínútur og 20 sekúndur sem SA skoraði þrjú mörk, það síðasta á síðustu sekúndu leikhlutans. Staðan eftir annan leikhluta 6 – 3 fyrir SA. Segja má að Akureyringar hafi klárað leikinn á þessum 140 sekúndna kafla.
Heimamenn héldu forskoti sínu í þriðja leikhluta en SR minnkaði muninn þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. Akureyringar skoruðu svo lokamark leiksins á lokamínútunni og 7 – 4 sigur staðreynd og þar með 1 – 0 staða í einvíginu. En það lið verður Íslandsmeistari sem fyrr vinnur 3 leiki.
Næst mætast liðin i Reykjavík á þriðjudag í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 19:00
Mörk/ stoðsendingar:
SA: Gunnar Aðalgeir Arason 2/ 1, Uni Blöndal 0/ 3, Baltasar Hjálmarsson 0/ 3, Unnar Hafberg Rúnarsson 2/ 0, Jóhann Már Leifsson 2/ 0, Atli Þór Sveinsson 1/ 1, Róbert Hafberg 0/ 2, Orri Blöndal 0/ 1.
SR: Níels Hafsteinsson 2/ 0, Kári Arnarsson 2/ 0, Þorgils Eggertsson 0/ 2, Eduard Kascak 0/ 1, Alex Sveinsson 0/ 1, Sölvi Atlason 0/ 1.
Refsimínútur:
SA: 6 mín.
SR: 12 mín.
Nánari tölfræði má nálgast hér.