SA Víkingar komnir með aðra hönd á titilinn
SA Víkingar komnir með aðra hönd á titilinn
Skautafélag Reykjavíkur lág á heimavelli í leik númer tvö í úrslitarimmunni um Íslandsmeistara titilinn. Leikurinn var leikinn í Laugardalnum fyrir þéttri áhorfendastúkunni. En áhangendur liðanna fjölmenntu á leikinn. segja má að Skautafélag Reykjavíkur sé komið með bakið upp að vegg. Þeir verða að vinna á Akureyri á morgun fimmtudag klukkan 19:30 til þess að þvinga fram leik fjögur á laugardaginn. Vonir SR um titilvörn eru ekki óraunhæfar nokkur fordæmi eru úr sögunni að lið sem var komið 0-2 undir nái að snúa við erfiðri stöðu. En til þess þarf liðið að sína sínar bestu hliðar.
Leikur gærkvöldsins var þéttur, hraður og góð færi sköpuðust hjá báðum liðum. Upplifun ritara af leiknum var að SA-Víkingar væru með yfirhöndina allan tímann. Þrátt fyrir beittar sóknir og skemmtileg tilþrif heimamanna. Tilfinningin var svona eins og vantaði smá neista eða hungur í leikmenn SR.
Kíkjum þá aðeins á leikinn sjálfann. Það var eftir 5 mínútna leik sem að Unnar Rúnarsson skoraði fyrsta mark leiksins og fyrsta mark SA. Þetta var eftir stoðsendingar frá Róbert Hafberg og Ólafi Björgvinssyni. Fimm mínútum síðar jafnaði Alex Máni Sveinsson fyrir SR eftir stoðsendingu frá Axel Orongan. Á fjórtándu mínútu bætti sama þríeyki og skoraði fyrsta mark SA við öðru marki, að þessu sinni var það Róbert Hafberg sem skoraði eftir stoðsendingar frá Unnari Rúnarssyni og Ólafi Björgvinssyni. Staðan eftir fyrsta leikhluta 1-2 fyrir SA.
Í öðrum leikhluta gékk spilið fram og aftur með fallegri spilamennsku og dauðafærum en ekkert gékk að nýta þau fyrr en 2 sekúndum áður en klukkan gall við enda leikhlutans. Uni Blöndal skellti inn einu marki eftir stoðsendingar og undirbúning Andra Sverrissonar og Jóhanns Leifssonar. Þriðji leikhluti gékk síðan svipað og annar og náðu leikmenn SA að halda fengnum hlut. Nokkuð fjör færðist í leikinn þegar Þjáfari SR Miloslav Racansky kippti Jóhanni Björgvin markmanni útaf þegar u.þ.b. tvær mínútur voru eftir af leiktímanum, og bætti sóknarmanni inn í staðin. En þrátt fyrir allt hélt vörn SA og þeir uppskáru sigur 1-3 í þessum leik og þar með 2-0 stöðu í úrslita einvíginu.
Leikurinn í tölum.
SR: Alex Máni Sveinsson 1/0, Axel Orongan 0/1
SA: Unnar Rúnarsson 1/1, Róbert Hafberg 1/1, Uni Blöndal 1/0, Ólafur Baldvin Björgvinsson 0/2, Jóhann Leifsson 0/1, Andri Sveirrisson 0/1
Skot á mark: (8:13, 7:10, 9,3) 24:26
Mynd fengin af FB síðu SR.