Toppdeildin hófst með markasúpu í Egilshöll

Toppdeildin hófst með markasúpu í Egilshöll

Birt: 10.09.2025Flokkar: Fréttir
272A5089

Fyrsti leikur Topp deildar karla var leikinn í gær í Egilshöll. Þar áttust við aðal lið Fjölnis og ungmenna lið sama félags, Húnar.  Einhverjum kann að finnast þetta skrítið en vegna skilyrða frá Alþjóða Íshokkísambandinu þá leika ungmenna liðin og karla liðin í sömu deild. Einungis ein umferð er leikin þar sem allir leika við alla og síðan er deildinni skipt upp í tvo styrkleikaflokka þar sem ungmennaliðin leika í B styrkleikaflokki og aðalliðin leika í A styrkleikaflokki.

En þá að leik gærkvöldsins. Aðallið Fjölnis hafði algera yfirburði eins og búist var við. Leiknum lauk með 26-0 sigri. (9-0, 8-0, 9-0). Ekki þarf að eyða mörgum orðum á þennan leik yfirburðir aðalliðs Fjölnis voru algerir. Þess ber að geta að lið Húna fær styrk frá aðalliði félagsins þegar það mætir SR og SA.

Í leiknum í gær, þann 9. september 2025 var Úlfar Jón Andrésson frá aðalliði Fjölnis án efa besti leikmaðurinn að mati 49ing leikgreiningarkerfisins sem ÍHÍ hefur nýtekið í notkun. Hann átti frábæran leik með því að skora 7 mörk og gefa 6 stoðsendingar, sem átti stóran þátt í yfirburðasigri liðsins, 26-0. Nærvera hans á ísnum var áberandi allan leikinn, eins og sést á +17 í plús/mínus, og 90% face off score, sem endurspeglar áhrif hans í þessum leik.

Mörk og stoðsendingar Fjölnis:
Úlfar Andrésson 7/6, Hilmar Sverrisson 6/5, Hektor Hrólfsson 3/3, Guðmundur Helgason 3/2, Freyr Waage 3/2, Andri Helgason 2/4, Róbert Pálsson 1/6, Viktor Svavarsson 1/0, Jón Helgason 0/2, Greipur Rafnsson 0/1