Hörku leikur í Egilshöll FJO-SA Toppdeild karla

Hörku leikur í Egilshöll FJO-SA Toppdeild karla

Birt: 15.09.2025Flokkar: Fréttir
Unnar Rúnarsson í skotstöðu

mynd fengin að láni frá mbl.is

FJO – SA 4 – 5 (2-1, 1-0, 1-3, 0-1)

Það var hörkuleikur í Egilshöll síðastliðinn laugardag þegar Skautafélag Akureyrar (SA)  sigraði Fjölnir/Björninn (FJO) með markatölunni 5-4 í framlengdum leik. Leikurinn var í jafnvægi hvað varðar markatölu en öðru gegnir hvað varðar vænt mörk (xG), þar munar talsverðu sem skýrist á því að  heilt yfir skapaði SA hættulegri sóknir þó þeim gengi illa að klára þær með marki framan af leik.

Sóknarframmistaða og xG greining: Með tölfræði greiningu má sjá að SA sýndi sterkari sóknarframmistöðu með xG upp á 2.29 samanborið við 1.53 hjá FJO. Þessi munur á liðunum endurspeglast líka í marktilraunum þeirra. SA skaut 59 sinnum þar af voru 37 skot á markið. Fjölnir skaut 26 sinnum og 17 af þeim skotum rataði á markið. Tölfræðilega voru því vinningslíkur SA umtalsvert hærri eða 74% á móti 26% hjá Fjölni.

Frammistaða í sérstökum leikatriðum: FJO gékk betur að nýta sér yfirtölu í power play, þar náðu þeir að skora tvisvar með manni fleiri og fengu xG upp á 0.70.  Power play SA var minna áhrifaríkt, með xG upp á 0.56 en þeir nýttu ekki mínúturnar í yfirtölu jafn vel.

Leikhlutarnir spiluðust svona:

  • 1. Lota: SA tók snemma forystu með 5-5 marki frá Ormi Jónssyni, FJO svaraði með tveimur mörkum, fyrra var 5-5 mark frá Hilmari Sverrissyni og annað í 5-3 power play mark frá Róberti Pálssyni.
  • 2. Lota: FJO jók forskot sitt með 5-4 power play marki frá Pétri Egilssyni.
  • 3. Lota: SA beit hér vel frá sér og setti þrjú mörk þar af tvö 5-5 mörk frá Unnari Rúnarssyni og síðan átti Heiðar Jóhannsson eitt 5-5 mark, á meðan FJO náði einu 5-4 power play marki frá Andra Helgasyni.
  • Framlenging: Í framlengingu gerði síðan Marek Vybostok út um leikinn með 3-3 marki sem tryggði sigur SA.

Maður leiksins: Samkvæmt 49ing greiningar kerfinu var Unnar Rúnarsson frá SA maður leiksins.  Hann skoraði tvö afar mikilvæg mörk fyrir lið sitt í loka leikhlutanum. En svona lýsir 49ing frammistöðu hans.  „He scored two crucial goals during the third period, which were instrumental in SA’s comeback and eventual victory. His performance at even strength was a key factor in SA’s ability to generate offensive pressure and secure the win.“

Leikurinn í tölum