“We’ve set our goals as high as possible,”
“We’ve set our goals as high as possible,”
Kvennalið Skautafélags Reykjavíkur hefur átt á brattan að sækja síðustu árin og átt í miklum erfiðleikum með Fjölni og Skautafélag Akureyrar en útlit er fyrir að töluvert annað sé upp á teningnum þennan veturinn. Stelpurnar enduðu síðasta tímabil mjög sterkt og virðast hafa byggt á því og komið klárar í þetta tímabil frá fyrsta leik.

Eduard Kascak og Sölvi Atlason þjálfarar liðsins
Eduard Kascak er að fara inn í sitt annað tímabil með liðið með Sölva Atlason sér við hlið. Tvíeykið setur mikinn metnað í stelpurnar og er það að skila sér inn á ísinn. Eduard segir að markmiðið sé sett hátt en þrátt fyrir það þurfi að leggja inn vinnuna daglega og að allt getur gerst í vetur:
“We’ve set our goals as high as possible, but at the same time we want to stay humble because anything can happen during the season. The key for us is to win as many games as we can, develop as a team, and make sure we’re grinding and working hard every practice and every game. We’re confident, and we feel that our team is looking better and better every day. We’re ready for this season.”

Gunnborg skoraði eitt og lagði upp eitt í fyrsta leik liðsins í vetur
Liðið byrjaði á 3-1 sigri gegn tvöföldum ríkjandi íslandsmeisturum Fjölnis en hvernig metur Eduard að undirbúningstímabilið hafi farið af stað og hvar liggja áherslu atriðin:
“Our focus has been on getting the new group together and starting to build our game plan for the season. Over the summer, we worked hard to secure a new starting goalie and add players who could strengthen the team. Pre-season was rough at first, since we had fewer players, but step by step we’ve managed to put together a strong team. With time, things have come together well.”

Julianna Thomson nýji markmaður liðsins
Töluverðar breytingar hafa orðið á liði SR frá síðustu leiktíð og hafa tvær af betri leikmönnum Íslands síðustu ára, Akureyringarnir Berglind Leifsdóttir og Teresa Snorradóttir gengið í raðir SR frá Íslandsmeisturum Fjölnis og koma þær til með að styrkja liðið mikið. Þær hafa einnig sótt Akureyringinn Maríu Eiríksdóttur sem spilaði á síðasta tímabili með Karlskrona HK í Svíþjóð og tók hún þaðan með sér sóknarmanninn Eleonor Ålstig. Einnig er Kanadíska markmaðurinn Julianna Thomson komin í Laugardalinn en hennar bíður verðugt verkefni að fylla í skarð Andreu Bachmann, sem hefur verið einn besti markmaður landsins síðustu ár. Andrea ætlar að reyna fyrir sér í Svíþjóð hjá Almtuna IS en Saga Blöndal er einnig farinn til Svíþjóðar til IF Björklöven. Held það stuði engan að segja að Friðrika Magnúsdóttir sé efnilegasta íshokkí kona sem við eigum hér á landi en hún er haldinn vestur fyrir haf til Windsor, Ontario í Kanada og spilar fyrir framhaldsskóla lið þar í bæ og þá er Alexandra Hafsteinsdóttir fyrrum fyrirliði liðsins búin að taka sér pásu. Óhætt er að segja að skipt hefur verið mikið inn og út en svona metur Eduard þjálfari breytingarnar:
“Well, we lost an entire line of players and our starting goalie, so it was definitely a big challenge to build the roster for this season. Our main priority was to replace them with players of at least the same quality so we could remain competitive.”
Komnar:
Berglind Leifsdóttir (Frá Fjölni)
Teresa Snorradóttir (Frá Fjölni)
María Eiríksdóttir (Frá Karlskrona HK)
Julianna Thomson (Frá Karlskrona HK)
Eleonor Ålstig (Frá Karlskrona HK)
Farnar:
Friðrika Magnúsdóttir (Til ASCIS Stallions PREP U19)
Saga Blöndal (Til IF Björklöven)
Andrea Bachmann (Til Almtuna IS)
Alexandra Hafsteinsdóttir (Hætt/pásu)

Inga Aradóttir að ræða málin fyrir fyrsta leik hennar sem fyrirliði
Inga Aradóttir er ný valinn fyrirliði liðsins af Eduard og Sölva og greinilegt að þeir treysta henni til að leiða liðið áfram í vetur og ná sem bestu gengi en hvernig finnst henni stelpurnar stemmdar fyrir veturinn:
“Mórallinn í hópnum er mjög góður, liðið er frekar breytt, margar farnar erlendis og við fengum einnig nýja leikmenn en við náum allar vel saman, margir flottir leiðtogar í hópnum og erum peppaðir fyrir tímabilinu og tilbúnar að leggja á okkur vinnuna.”
Þrátt fyrir að þær hafi byrjað tímabilið vel verður þetta tímabil ekkert mistakalaust en þetta hafði Inga að segja um helstu áskoranir vetrarins:
“Ég held að mestu áskoranir liðsins veri að spila undir pressu og spila 60 min. af góðu hokkí. Deildin er orðin svo sterk, allir geta unnið alla, þannig hver mínúta skiptir máli í öllum leikjum. Við verðum að mæta tilbúnar í alla leiki, klárar í hverju einustu skiptingu og halda áfram okkar leik þangað til leikurinn er flautaður af.”
Næsti leikur liðsins er fyrir norðan næstkomandi laugardag gegn Skautafélagi Akureyrar og fróðlegt verður að sjá hvort að stelpurnar byggi á góðu gengi frá því í fyrsta leiknum eða hvort að Akureyringarnir verði of stór biti fyrir þær.