Víkingar með fullt hús eftir fyrstu ofur helgi vetrarins

Víkingar með fullt hús eftir fyrstu ofur helgi vetrarins

Sindri Dómari að hefja þriðja leik ofur helgarinnar

Myndir: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Toppdeild karla fór af stað með ofur helgi í Egilshöll um helgina þar sem þrír leikir fóru fram á þremur dögum og öll liðin leika innbyrðis við alla. Þetta hófst á föstudagskvöldi þar sem heimamenn í Fjölni tóku á móti nágrönnum sínum úr Laugardalnum. Þeir fengu svo frí á laugardeginum þegar SA og SR áttust við og helgin endaði svo með leik heimamanna gegn norðanmönnum.

Föstudagur – Fjölnir 5–6 SR

Leikurinn:

Opnunarleikurinn var keyrður áfram á miklum hraða og mörkunum rigndi. Fjölnir komst yfir snemma leiks en SR tóku sér ekki nema tæpar tvær og hálfa mínútu til að komast yfir 2-1 og þannig stóðu leikar eftir fyrstu lotu.

Ekki minnkaði spennan í annarri lotu en aftur komust Fjölnismenn yfir eftir hálftíma leik en SR minnkaði muninn fyrir lok leikhlutans og jafnt var því þegar þriðji leikhluti hófst.

Fjölnis menn fagna einu af fimm mörkum sýnum í opnunar leiknum

SR komst fljótt tveimur mörkum yfir í þriðja leikhluta og gerði það útslagið, Fjölnir náði tvívegis að klóra í bakkann en það dugði ekki til og SR hafði að lokum betur 5-6.

Tölfræði:

SR:
Jóhann Björgvin Ragnarsson 24/29 (82,8%)
Hákon Magnússon 2/1
Gunnlaugur Þorsteinsson 1/1
Styrmir Maack 1/1
Haukur Steinsen 1/1
Alex Máni Sveinsson 1/0
Rihards Verdins 1/0
Heiðar Kristveigarson 0/1
Níels Hafsteinsson 0/1
Kári Arnarsson 0/1
Denny Deanesi 0/1
Sölvi Atlason 0/1
Refsímínútur: 12

Fjölnir:
Tuomas Heikkonen 43/49 (87,8%)
Hilmar Sverrisson 2/1
Sturla Snorrason 1/2
Úlfar Andrésson 1/0
Gunnsteinn Birkisson 1/0
Gabriel Egilsson 0/1
Falur Guðnason 0/1
Jere Koikkalainen 0/1
Refsímínútur: 14


Laugardagur – SA 9–4 SR

Leikurinn:

Annar leikur helgarinnar var leikinn á hlutlausum velli þar sem SA og SR áttust við. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn en 2 mörk frá hinum unga Bjarma Kristjánssyni gegn einu marki SR gaf SA eins marks forustu eftir fyrsta hlutann.

Bjarmi Kristjánsson skoraði fyrstu mörkin sín fyrir Víkinga um helgina

Mikið gerðist í öðrum leikhluta, Alex Sveinsson jafnaði metin snemma en innan við fimm mínútum frá jöfnunar markinu voru norðan menn komnir aftur í forustu, 5-2. Ennþá átti eftir að draga til tíðinda í öðrum leikhluta en eftir um 30 mínútna leik fær Jóhann Ragnarsson markmaður SR brottvísun úr leiknum og skautaði þá hinn þaul reyndi Connor White í Markið og kláraði leikinn.

Alex Sveinsson byrjaði þriðja hlutann á sínu öðru marki en það dugði ekki í áhlaup og norðanmenn unnu að lokum 5 marka sigur, 9-4.

Tölfræði:

SA:
Róbert Steingrímsson 33/37 (89,2%)
Andri Mikaelsson 0/4
Hafþór Sigrúnarson 1/2
Bjarmi Kristjánsson 2/0
Robbe Delport 2/0
Ormur Jónsson 1/1
Marek Vybostok 0/2
Harrison Nagel 0/2
Atli Sveinsson 1/0
Baltasar Hjálmarsson 1/0
Heiðar Jóhannsson 1/0
Unnar Rúnarsson 0/1
Uni Blöndal 0/1
Róbert Hafberg 0/1
Refsímínútur: 22

SR:
Jóhann Björgvin Ragnarsson 23/28 (82,1%)
Conor White 13/17 (76,5%)
Alex Máni Sveinsson 2/1
Sölvi Atlason 1/2
Kári Arnarsson 1/1
Hákon Magnússon 0/2
Refsímínútur: 41


Sunnudagur – Fjölnir 0–4 SA

Leikurinn:

Ofur helgin kláraðist svo með leik heima manna gegn SA. Lítið gerðist í fyrsta hluta annað en Heiðar Jóhannsson kom norðanmönnum yfir eftir 6 mínútna leik og þannig stóðu leikar eftir fyrsta hlutann.

Það var meira um að vera í öðrum hluta með fleiri dómum en aftur fengum við bara 1 mark frá norðanmönnum þegar Harrison Nagel, kom leiknum í 2-0.

Enn fleiri dómar komu í annarri lotu en aftur voru það einungis norðan menn sem skoruðu og náðu þeir að tvöfalda forustuna og endaði leikurinn með 4-0 sigri SA.

Harrison Nagel einbeittur í fyrstu leikjum sýnum á Íslandi

Tölfræði:

Fjölnir:
Tuomas Heikkonen 33/36 (91,7%)
Refsímínútur: 10

SA:
Jakob Jóhannesson 19/19 (100%)
Ormur Jónsson 2/0
Heiðar Jóhannsson 1/0
Harrison Nagel 1/0
Matthías Stefánsson 0/1
Bjarmi Kristjánsson 0/1
Marek Vybostok 0/1
Hafþór Sigrúnarson 0/1
Andri Mikaelsson 0/1
Refsímínútur: 16


Samantekt helgarinnar

Stigatafla ofur helgar:

  • SA – 6 stig

  • SR – 3 stig

  • Fjölnir – 0 stig

Umfjöllun:
Norðan menn fóru án efa sáttir heim eftir helgina þar sem þeir hófu tímabilið af miklum krafti og hefðu ekki getað hafið titilvörnina betur. Þeir fengu sóknarframlag frá stórum hluta liðsins sem sýnir breiddina sem þeir hafa en þeir eiga enn eftir að spila sig betur saman í yfirtölu þar sem þeir gerðu ekkert mark einum fleiri alla helgina.

SR fara nokkuð hlutlausir út úr helginni, hefðu án efa viljað gera betur en sýndu sterkan sóknarleik á köflum. Milos þjálfari verður ekki í neinum vandræðum með að greina hvað fór úrskeiðis, vinna í því og koma en sterkari í næstu leiki til að tryggja öll stigin.

Fjölnis menn spiluðu 2 jöfnustu leiki helgarinnar og eru þeir komnir með mjög breiðan hóp. Gunnar þjálfari þarf bara aðeins að fínpússa leik sinna manna til þess að úrslitin detti þeirra megin.

Hákon Magnússon fagnar vel eftir eitt af mörgum stigum sýnum um helgina.


5 efstu menn helgarinnar (samtals stig)

  1. Hákon Magnússon (SR) – 2 mörk, 3 stoðs. = 5

  2. Andri Mikaelsson (SA) – 0 mörk, 5 stoðs. = 5

  3. Ormur Jónsson (SA) – 3 mörk, 1 stoðs. = 4

  4. Alex Máni Sveinsson (SR)– 3 mörk, 1 stoðs. = 4

  5. Hafþór Andri Sigrúnarson (SA) og Sölvi Atlason (SR)– 1 mark, 3 stoðs. = 4