SA landar 4–3 sigri gegn Fjölni í hörkuleik í Toppdeild karla

by | 9 nóv, 2025 | Fréttir, Toppdeild Karla

Það var hart barist í Skautahöllinni á Akureyri í gær þegar SA og Fjölnir mættust í Toppdeilda karla. Heimamenn í SA höfðu betur 4–3 í spennandi og jafnri viðureign þar sem bæði lið sýndu gæði og baráttu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.

Mikil harka var fyrir norðan í gær

Leikurinn:

Fjölnir byrjaði af krafti og komust yfir strax eftir 17 sekúndur með marki frá Birki Einissyni. SA jafnaði í 1–1 með marki frá Hafþóri Sigrúnarsyni um miðjan fyrsta leikhluta og staðan var því jöfn eftir fyrstu tuttugu mínúturnar.

Í öðrum leikhluta var jafnræði með liðunum en bæði náðu að bæta við einu marki hvort. Kristján Jóhannesson skoraði fyrir Fjölni og Róbert Hafberg jafnaði aftur fyrir SA.

Þessi var alltaf á leiðinni inn

Fjölnir komst yfir í þriðja sinn í leiknum þegar Jere Koikkalainen kom Fjölni yfir snemma, en SA svaraði undir lokin með mörkum frá Arnar Kristjánssyni og Hafþóri Sigrúnarsyni sem tryggðu sigurinn.

Tölfræði:

SA

  • Róbert Steingrímsson – 17/20 (85,0%)
  • Hafþór Sigrúnarson 2/0
  • Arnar Kristjánsson 1/1
  • Róbert Hafberg 1/1
  • Robbe Delport 0/2
  • Unnar Rúnarsson 0/2
  • Bjarmi Kristjánsson 0/1

Refsimínútur: 10

Fjölnir

  • Tuomas Heikkonen – 42/46 (91,3%)
  • Birkir Einisson 1/1
  • Hektor Hrólfsson 0/2
  • Freyr Waaage 0/2
  • Jere Koikkalainen 1/0
  • Kristján Jóhannesson 1/0
  • Róbert Pálsson 0/1

Refsimínútur: 12

Nóg var að gera hjá Heikkonen í gær

SA hélt þar með sigrinum heima og komu sér 3 stigum á undan SR sem sitja í öðru sæti deildarinnar. Fjölnir spilaði góðan leik en þurfti að sætta sig við naumt tap og því ennþá stigalausir í vetur. Þessi lið mætast aftur næsta þriðjudag í Egilshöllinni þar sem Fjölnir þurfa að koma sér á blað til að dragast ekki of langt aftur úr í deildinni.

Share This