Heimakonur voru töluvert sterkari í Skautahöllinni á Akureyri í dag þegar SA tók á móti Fjölni í Toppdeild kvenna. SA voru öflugari frá fyrstu mínútu og lönduðu sannfærandi 5–0 sigri.

Það vantaði ekki einbeitinguna fyrir norðan
Leikurinn
SA byrjaði leikinn af krafti og voru komnar tveimur mörkum yfir strax á 6. mínútu með mörkum frá Silvíu Björgvinssdóttur og Aðalheiði Ragnarsdóttur.
Í öðrum leikhluta hélt SA áfram að stjórna leiknum og bættu við þriðja markinu þegar Guðrún Valentine skoraði til að koma leiknum í 3-0. Lítið meira gerðist í öðrum leikhluta en heimakonur gerðu svo endanlega um leikin í þriðja leikhluta.
Um miðjan þriðja leikhluta skoraði Silvía sitt annað mark og það var svo Sólrún Arnardóttir sem gerði fimmta og síðasta mark leiksins.

Ekkert sem komst frammhjá Shawlee í gær
Frábær frammistaða hjá SA-liðinu sem hélt Fjölni í aðeins 18 skotum allan leikinn og Shawlee gerði vel í markinu og varði þau öll.
Tölfræði:
SA
- Shawlee Gaudreault – 18/18 (100%)
- Silvía Björgvinssdóttir 2/1
- Eyrún Garðarsdóttir 0/3
- Aðalheiður Ragnarsdóttir 1/1
- Kolbrún Björnsdóttir 0/2
- Sólrún Arnardóttir 1/0
- Guðrún Valentine 1/0
- Herborg Geirsdóttir 0/1
- Magdalena Sulova 0/1
- Heiðrún Rúnarsdóttir 0/1
Refsímínútur: 8
Fjölnir
- Karítas Halldórsdóttir – 23/28 (82,1%)
Refsímínútur: 6

Hart var barist
Næstileikur í Toppdeild kvenna er næstkomandi laugardag þegar Skautafélag Reykjarvíkur fer norður og getur með sigri komið sér einu stigi frá Akureyringum í töflunni.
