Fjölnir komu til baka og unnu sterkan 4–3 sigur gegn SA

by | 12 nóv, 2025 | Fréttir, Toppdeild Karla

Fólk fékk allt fyrir peningin í Egilshöll þegar Fjölnir og SA mættust í hörkuleik í Toppdeild karla í gærkvöldi. Heimamenn í Fjölni sýndu mikinn karakter, komu til baka eftir að hafa lent undir í öðrum leikhluta og lönduðu að lokum sterkum 4–3 sigri gegn öflugu SA liði.

Myndir frá Hafsteini Snæ Þorsteinssyni

Leikurinn

Fyrsti leikhluti var jafn og markalaus, en hlutirnir fóru að gerast í öðrum hluta. Freyr Waaage kom Fjölni yfir á 26. mínútu, áður en Bjarki Jóhannsson jafnaði fyrir SA. Skömmu síðar kom Bjarmi Kristjánsson gestunum yfir og SA var allt í einu komið með frumkvæðið. Matthías Stefánsson bætti svo við þriðja markinu og SA fóru með 3-1 forskot inn í þriðja leikhluta og virtust ætla að sigla þessu heim.

Dómararnir á fullu að hafa hemil á þessu

Fjölnir hafði annað í huga og mætti ákveðið til leiks í þriðja leikhluta. Mikill hita var í byrjun þriðja leikhluta, sem sendi þrjá menn úr hvoru liði í sturtu og hafði það greinilega meiri áhrif á norðanmenn. Hektor Hrólfsson minnkaði muninn fljótlega eftir þetta og Jere Koikkalainen jafnaði 3–3. Lokamarkið kom svo aðeins mínútu síðar þegar Hektor skoraði sitt annað mark í leiknum og tryggði Fjölni frábæran endurkomusigur. SA menn reyndu hvað þeir gátu undir lokin, tóku markmanninn útaf til að bæta við manni í sóknina en það dugði ekki til.

Tölfræði:

Fjölnir

  • Tuomas Heikkonen – 30/33 (90,9%)
  • Hektor Hrólfsson 2/0
  • Jere Koikkalainen 1/1
  • Freyr Waaage 1/1
  • Róbert Pálsson 0/1
  • Viktor Svavarsson  0/1

Refsímínútur: 81

SA

  • Jakob Jóhannesson – 20/24 (83,3%)
  • Matthías Stefánsson 1/0
  • Bjarmi Kristjánsson 1/0
  • Bjarki Jóhannsson 1/0
  • Arnar Kristjánsson 0/1
  • Robbe Delport 0/1
  • Heiðar Jóhannesson 0/1

Refsímínútur: 79

Hektor setti tvö mörk í gær

Virkilega sterkur sigur Fjölnismanna og spurning hvort þeir nái að halda þessum sigrum áfram. Næsti leikur þeirra er gegn SR 6. desember en næsti leikur í Toppdeildinni er næstkomandi laugardag þegar SR fara norður.

Share This