SA-liðin unnu bæði sína leiki gegn SR í Toppdeild karla og kvenna í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Karlaliðið landaði dramatískum 5–4 sigri á meðan konurnar tryggðu sér sannfærandi 5–0 sigur með frábærri frammistöðu.
Toppdeild karla
SA 5 – 4 SR
Toppliðin í Toppdeild karla mættust í hörkuleik þar sem SA hafði betur í markasúpu gegn SR. Liðin skoruðu til skiptis en jafnt var 2-2 eftir fyrsta leikhluta og 3-3 eftir annan leikhluta. Í þriðja leikhluta náðu norðanmenn að koma sér 2 mörkum yfir með mörkum frá Robbe Delport og Hafþóri Sigrúnarsyni. Níels Hafsteinsson minnkaði muninn í 5-4 þegar um 9 mínútur voru eftir og gerði SR mikla atlögu að því að jafna metin undir restina en það dugði ekki til og SA unnu þar með 5-4.
Tölfræði:
SA:
- Heiðar Jóhannsson 2/1
- Hafþór Sigrúnarson 1/1
- Ormur Jónsson 0/2
- Robbe Delport 1/0
- Marek Vybostok 1/0
- Andri Mikaelsson 0/1
Róbert Steingrímsson – 23/27 (85.2%)
SR:
- Sölvi Atlason 2/0
- Níels Hafsteinsson 1/1
- Gunnlaugur Þorsteinsson 0/2
- Sæmundur Þorsteinsson 0/2
- Rihards Verdins 1/0
- Þorsteinn Garðarsson 0/1
Jóhann Ragnarsson – 38/43 (88.4%)
Toppdeild kvenna
SA 5 – 0 SR
SA konur voru sterkari allan leikinn. Þær byrjuðu rólega og gerði eitt mark í fyrsta og öðrum leikhlutunum. Það var svo í þriðja leikhluta sem þær gerðu endanlega út um leikinn með þremur mörkum og lönduðu að lokum 5-0 sigri.
Tölfræði:
SA:
- Anna Agústsdóttir 1/1
- Eyrún Garðarsdóttir 1/1
- Silvía Björgvinssdóttir 1/1
- Magdalena Sulova 1/1
- Guðrún Valentine 0/2
- Heiðrún Rúnarsdóttir 1/0
- Aðalheiður Ragnarsdóttir 0/1
- Sveindís Sveinsdóttir 0/1
- Arna Gunnlaugsdóttir 0/1
- Arndís Sigurðardóttir 0/1
Shawlee Gaudreault – 18/18 (100%)
SR:
Julianna Thomson – 41/46 (89.1%)
Næsti leikur í Toppdeild kvenna er um helgina þegar þessi lið mætast aftur en núna í Laugardalnum.
Næsti leikur í Toppdeild karla er næsta þriðjudag þegar SR og SA mætast aftur en núna í Laugardalnum.
