Næst í einn á einn ætlum við að fara til Íslands og upp í Grafarvog og heyra frá Elísu Dís. Elísa hefur verið í Fjölni og fastamaður í landsliðinu síðustu ár.
-Fullt nafn:
Elísa Dís Sigfinnsdóttir
-Gælunafn:
Það er bara Elísa
-Aldur:
19
-Staða á ísnum:
Hægri vængur
-Hvenær spilaðir þú fyrsta meistaraflokks leikinn þinn:
12 ára kannski? Veit ekki
-Hver er og var fyrirmyndin þín:
Bróðir minn hefur alltaf verið það

-Uppáhalds matur eða matsölustaður:
Serrano er klassísk
-Uppáhalds drykkur fyrir eða eftir leik:
Alltaf Nocco og helst Sveinki jr
-Uppáhalds sjónvarpsþáttur / bíómynd:
Ekkert sem mér dettur í hug
-Uppáhalds tónlistarmaður eða hvaða lag kemur þér í gírinn:
Blaffi gírar mann upp
-Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest:
Instagram
-Hver er fyndnasti í liðinu:
Ég hef mjög gaman af Hörpu [Harpa Kjartansdóttir]
-Hver er verstur í að mæta á réttum tíma:
Harpa [Harpa Kjartansdóttir] alltaf!!
-Hver er með skrítnustu leikdagsrútínuna:
Nú veit ég ekki rútínuna hjá neinum
-Hvern í liðinu myndir þú senda í Love Island:
Ég myndi hlæja mikið af Amöndu [Amanda Bjarnadóttir] held ég
-Hvernig kylfu spilar þú með:
Jetspeed ftw
-Besti leikmaður sem þú hefur spilað með:
Sunna [Sunna Björgvinsdóttir]
-Besti þjálfarinn sem þú hefur haft:
Emil [Emil Alengård]

-Helsta afrek á ferlinum:
Landsliðið
-Hvaða hokkíreglu myndir þú breyta ef þú gætir:
Sleppa ot og beint í vító
-Ef þú værir ekki í hokkí í hvaða íþrótt værir þú:
Körfubolta myndi ég halda
-Til hvaða lands langar þig mest að fara:
Brasilíu
-Hvaða tvo liðsfélaga núverandi eða fyrrverandi myndir þú taka með þér á eyðieyju – og af hverju:
Elínu [Elin Darkoh] og Teresu [Teresa Snorradóttir], við myndum örugglega skemmta okkur
