Næst í einn á einn er Akureyringurinn Eyrún Garðarsdóttir. Eyrún hefur verið einn besti leikmaður Toppdeildar kvenna í vetur og er eins og stendur næst stigahæst og hefur gefið flestar stoðsendingar. Eyrún sem er einungis 17 ára gömul var aðstoðar fyrirliði í U18 kvenna landsliðinu á síðasta tímabili. Búast má við að hún verði í stóru hlutverki aftur þar í vetur sem og í liði norðankvenna.
-Fullt nafn: Eyrún Arna Garðarsdóttir
-Gælunafn: Rúni
-Aldur: 17
-Staða á ísnum: Hægri kantur
-Hvenær spilaðir þú fyrsta meistaraflokks leikinn þinn: 15 ára
-Hver er og var fyrirmyndin þín: Silvía [Silvía Björgvinsdóttir] var alltaf fyrirmyndin mín og systir mín [Kolbrún Garðarsdóttir] líka

Eyrún og Silvía fyrirmynd hennar hafa fengið að fagna mörgum mörkum í vetur (Ólafur Þorgrímsson)
-Uppáhalds matur eða matsölustaður: Toppar ekkert pönnupizzu á Greifanum
-Uppáhalds drykkur fyrir eða eftir leik: Einn Nocco fyrir leik og nóg af vatni
-Uppáhalds sjónvarpsþáttur / bíómynd: Gray’s Anatomy
-Uppáhalds tónlistarmaður eða hvaða lag kemur þér í gírinn: Ekkert sérstakt bara það sem er í gangi í klefanum
-Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: TikTok 100%
-Hver er fyndnasti í liðinu: Lúmskt ég

Já það er mjög gaman að skora (Hafsteinn Þorsteinsson)
-Hver er verstur í að mæta á réttum tíma: MAGDA [Magdalena Sulova] alltaf
-Hver er með skrítnustu leikdagsrútínuna: Veit ekki um neinn með skrítna rútínu
-Hvern í liðinu myndir þú senda í Love Island: Mér þætti gaman að sjá Herborgu [Herborg Geirsdóttir] og Hilmu [Hilma Bergsdóttir]
-Hvernig kylfu spilar þú með:
Fly lite
-Besti leikmaður sem þú hefur spilað með: Silvía Björgvins
-Besti þjálfarinn sem þú hefur haft: Kim [Kim McCullough] og Sheldon [Sheldon Reasbeck]
-Helsta afrek á ferlinum: Skora úr víti á fyrsta HM- inu mínu á móti Búlgaríu
-Ef þú værir ekki í hokkí í hvaða íþrótt værir þú: Örugglega kraftlyftingum eða ólympískum lyftingum
-Til hvaða lands langar þig mest að fara: Ég er mjög spennt fyrir Suður Afríku í janúar
-Hvaða tvo liðsfélaga núverandi eða fyrverandi myndir þú taka með þér á eyðieyju – og af hverju: Ég myndi örugglega bara taka Heiðrúnu [Heiðrún Rúnarssóttir] og Össu [Sólrun Assa Arnardóttir] við myndum örugglega skemmta okkur

(Hafsteinn Þorsteinsson)
