SA deildarmeistarar Hertz deild kvenna 2022-2023

SA deildarmeistarar Hertz deild kvenna 2022-2023

Birt: 26.02.2023Flokkar: Fréttir
SA kvk deildarmeistarar 2023
SA kvk deildarmeistarar 2023

SA kvk deildarmeistarar 2023

Hertz deild kvenna lauk í dag með leik SA og Fjölnis.

Leikurinn

Leikurinn í dag spilaðist svipaður og leikur liðanna í gær. Mikil barátta og jafn leikur. #12 Aðalheiður Ragnarsdóttir kom SA yfir í fyrsta leikhluta með aðstoð #24 Katrínar Björnsdóttur og #20 Maríu Eiríksdóttur.

Seinni leikhlutinn fór hresslega af stað þar sem bæði Fjölnir og SA misstu leikmenn útaf í box. 5 mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta þegar #24 Katrín Björnsdóttir skoraði fyrir SA. Stoðsendingar eiga #29 Gunnborg Jóhannsdóttir og #20 María Eiríksdóttir. Staðan fyrir SA orðin 2-0. Næstu mínútur voru jafnar og harka í leiknum þar sem SA og Fjölnir börðust um pökkinn. Rétt fyrir lok annars leikhlutans var #24 katrín Bjarnadóttir aftur á ferð og kom SA í 3-0. #29 Gunnborg Jóhannsdóttir og #20 María Eiríksdóttir fengu skráðar á sig stoðsendingar.

Þriðji leikhluti var mjög jafn og komust bæði lið í góð færi. Hvorugt liðið náði þó að skora og endar leikurinn því 3-0, SA í vil.

María Eiríksdóttir og Katrín Björnsdóttir komu til sögu í öllum mörkum SA. Katrín með 1 stoðsendingu og 2 mörk og María með 3 stoðsendingar.

Deildarmeistarar

SA endar deildina sem meistarar, með 14 sigra í 16 leikjum. Helgi Páll Þórisson, formaður ÍHÍ, afhenti Herborgu Geirsdóttur, fyrirliða SA, deildarmeistarabikarinn við leikslok.

Íshokkí.is óskar SA til hamingju með titilinn.