SR eru Íslandsmeistarar 2024

SR eru Íslandsmeistarar 2024

Íslandsmeistarar 2024. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

SR eru Íslandsmeistarar 2024 eftir æsispennandi oddaleik!

Það var þétt setið í Skautahöllinni á Akureyri. Þjappa þurfti nokkrum sinnum til að koma öllum fyrir. Hvert laust pláss var nýtt í höllinni. SRingar fylltu einn þriðja af stúkunni fyrir norðan sem er gríðarlegt magn af stuðningsmönnum.

Fyrsta lotan var hnífjöfn. Kári Arnarson kom SRingum yfir snemma í leiknum og fagnaði vel með stuðningsmönnunum. Arnar Kristjánsson jafnaði fyrir heimamenn með marki af löngu færi sem lak í gegnum hendur Jóhanns Ragnarssonar í marki SR. Þegar leið á leikhlutann fengu SA menn tækifæri einum fleiri en SR gerðu vel og stóðu það af sér.

Petr Stepanek hoppar á liðsfélaga sína í SR eftir mark Kára Arnarssonar. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Önnur lotan var jafnari en sú fyrsti. Þriðja mark leiksins kom ekki fyrr en rétt undir lok annarar lotu. Það var Baltasar Hjálmarsson sem skoraði fyrir SA og kom heimamönnum yfir í 2-1. Forskotið entist ekki lengi en Petr Stepanek jafnaði fyrir SR nokkrum sekúndum seinna í 2-2.

SA fagnar einu af tvemur mörkum sínum. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Hiti færðist í leikinn í þriðju lotunni og mátti finna örvæntingu í loftinu. 3 mínútum fyrir leikslok komst SR yfir með marki frá Filip Krzak og kom gestunum 2-3 yfir. SA menn tóku markmann sinn, Jakob Jóhannesson, út af til að freista þess að jafna leikinn og koma honum í framlengingu en það gekk ekki og SR því Íslandsmeistarar annað árið í röð.

„Tilfinningin er bara frábær“

Við náðum af Sölva Atlasyni, leikmanni SR. Til hamingju með sigurinn, hvernig er tilfinningin? Tilfinningin er bara frábær, að sigra Íslandsmeistara titilinn.

Annað árið í röð sem þið vinnið hann „Já við erum bara meira svona playoffs lið heldur en deildar lið“ segir Sölvi og hlær. „Ég held það sé bara þannig, við stigum allir upp þegar það skipti máli“

Hvernig fannst þér leikirinir í þessari úrslitakeppni? „Þetta var bara mjög jafnt allt playoffsið, nema þarna þriðji leikurinn sem var smá rúst en fyrir utan það voru þetta allt eins marks leikir. Þetta eru tvö mjög jöfn lið og þetta er eiginlega bara spurning um hver á góðan dag og hver á slæman“.

Við hjá íshokkí.is óksum SR til hamingju með Íslandsmeistara titilinn!

Kári Arnarsson lyftir bikrarnum eftisótta. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Hægt er að horfa á upptöku af leiknum á youtube-rás ÍHÍ. Leikskýrslu má finna með því að smella hér