Dagur tvö – HM U18

Dagur tvö – HM U18

Birt: 13.03.2023Flokkar: Fréttir
DSC02958

Tveir leikir eru loknir á öðrum degi HM U18 á Akureyri.

Tyrkland – Lúxemborg

Ekki er mikið hægt að segja um leikinn. Tyrkir höfðu yfirburði allan leikinn. Í fyrsta leikhluta skora Tyrkir tvö mörk. Fyrra markið skráist á #15 Enes Demir og stoðsendingar á #10 Osman Meydanci and #9 Abdullah Kanat. Seinna markið kom frá leikmanni#11 Mehmet Ergene eftir stoðsendingu frá nafna sínum #17 Mehmet Karadag.

Segja má að Tyrkir hafi unnið leikinn í öðrum leikhluta. Tyrkir skoruðu ekki minna en 10 mörk í öðrum leikhluta og var staðan 12-0 fyrir Tyrkjum eftir fyrstu tvo leikhlutana. Markaskorarar Tyrkja í öðrum leikhluta voru: #22 Ege Odabas 3 mörk/2 stoðsendingar. #10 Osman Meydanci 2 mörk/1 stoðsending. #16 Batuhan Demirhan 1 mark / 1 stoðsending. #17 Mehmet Karadag 1 mark/1 stoðsending. #15 Enes Demir 1 mark/1 stoðs. #18 Eray Akbulut 1 mark. #23 Zafer Serik 1 mark. #11 Mehmet Ergene 3 stoðs. #12 Muhammet Karaman 2 stoðs. #9 Abdullah Kanat 2 stoð. #5 Arhan Girgin, #4 Yakup Ceye og #13 Bedir Bayazit allir með 1 stoðsendingu hvor.

Tyrkir hægðu aðeins á sér fyrir síðasta leikhlutann. Tyrkir bættu þremur mörkum jafnt yfir leikhlutann. Strákarnir frá Lúxemborg skoruðu þó eitt mark og var því fagnað vel í höllinni, bæði af Lúxemborgar bekknum og viðstöddum. Mörk Tyrkja í þriðja leikhluta skoruðu: #22 Ege Odabas, #23 Zafer Serik með stoðsendingu. #5 Arhan Girgin með stoðsendingu frá #16 Batuhan Demirhan og #6 Armagan Atkin. #16 Batuhan Demirhan með stoðsendingu frá #18 Eray Akbulut.

Mark Lúxemborgar skoraði #14 Albert York með stoðsendingum frá #9 Philippe Vincens og and #23 Lenny Braun.

Úrslit 15-1 fyrir Tyrklandi.

Ísrael – Mexíkó

Annar leikur dagsins var heldur rólegri í markaskorun. Eftir 7 mínútna leik komst Mexíkó 0-1 yfir. #11 Francisco Briseno skoraði með stoðsendingu frá #21 Luis Valencia. Allt leit út fyrir að Mexíkó myndi leiða eftir fyra leikhluta en tæp mínúta var eftir þegar Ísraelar náðu að jafna. #5 Vasili Lysov kom pekkinum á #9 Liran Kon sem skaut frá toppi hringsins.

Annar leikhluti byrjaði svipað. 7 mínútur voru liðnar þegar Mexíkó komst aftur yfir eftir skot af stuttu færi frá #15 Diego Rodriguez. Stoðsendingar eiga #11 Francisco Briseno og #21 Luis Valencia. Staðan 1-2. Rúmum fjórum mínútum seinna jafna Ísraelsmenn. #17 Guy Aharonovich er sá sem skorar, með stoðsendingu frá #11 Ori Moss Rendell, og heldur drauminum lifandi fyrir Ísrael. Ekki eru liðnar 40 sekúndur þangað til að Mexíkó skorar aftur. #21 Luis Valencia var kominn með nóg af stoðsendingum og ákvað að skora sjálfur. #15 Diego Rodriguez aðstoðaði Luis með stoðsendingu.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og endaði hann því 2-3 fyrir Mexíkó.