Ísland – Lúxemborg | Óstöðvandi strákar!

Ísland – Lúxemborg | Óstöðvandi strákar!

Birt: 16.03.2023Flokkar: FréttirMerki: , , , ,
DSC03677

Ísland mætti Lúxemborg á HM U18 á Akureyri í kvöld.

Fyrsti leikhluti

Íslensku strákarnir byrjuðu strax á því að setja tóninn. Ein og hálf mínúta var búin af leikhlutanum þegar #9 Hektor Hrólfsson stelur pekkinum af varnarmönnum Lúxemborgar. #8 Viktor Mojzyszek kemur hratt með Hektori og þeir spila á milli sín. Viktor tekur skotið og skorar. 1-0 fyrir Íslandi. Dómarinn er rétt búinn að flauta leikinn aftur á þegar Ísland kemst aftur í sókn. #18 Arnar Karvelsson skautar með pökkinn fyrir aftan markið en finnur engann. Arnar snýr við aftur í átt að markinu, sér þá #21 Ými Hafliðason lausann fyrir framan markið. Ýmir neglir pekkinum á markið og kemur Íslandi 2-0 yfir þegar ekki 2 mínútur eru liðnar af leiknum.

Lúxemborg verst vel. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Eitthvað hefur þetta kveikt í Lúxemborgar strákunum. Næstu 10 mínúturnar einkendust af mikilli sókn Íslands en fínum varnarleik Lúxemborgar. Vörnin stóð þó ekki betur en akkúratt 10 mínútum eftir síðasta mark ná íslensku strákarni að bæta við þriðja markinu. Ísland vinnur face-off í sínu svæði. #7 Ormur Jónsson fær pökkinn og sendir hann upp völlin á #13 Una Blönda sem keyrir hratt upp vinstri vænginn. Uni sendir pökkinn beint á miðjuna þar sem #15 Birkir Einisson er mættur. Birkir vindir upp í skotið en bíður og horfir eftir rétta tækifærinu, og skýtur. Staðan eftir fyrsta leikhluta 3-0 fyrir Íslandi.

Annar leikhluti

Strákarnir létu ekkert eftir í öðrum leikhlutanum.  Rúmar fjórar mínútur eru búnar þegar #17 Arnar Helgi Kristjánsson stelur pekkinum í hlutlausasvæðinu og kemst einn hratt upp. Arnar sendir á nafna sinn, #18 Arnar Karvelsson, sem skorar. Mínútu síðar endar pökkurinn hjá #7 Ormi Jónssyni eftir spil #6 Ólafs Björgvinssonar og #13 Una Blöndal. Ormur neglir pekkinum í nær samskeitin. 5-0 fyrir Íslandi.

Leikhlutinn er hálfanuður þegar pása er gerð á leiknum. #23 Freyr Waage Magnússon missir hjálminn við tæklingu og skellur með höfuðið í ísinn. Leit ekki vel út. Uppfært: samkvæmt heimildum íshokkí.is er í lagi með hann. Hann verður þó undir smá eftirliti næstu daga og ekki er ljóst hvort að hann fái grænt ljós um að spila á laugardaginn.

Smá hiti kemur í leikinn þegar leikmaður Lúxemborgar, # 20 Finn Molitor, kýlir leikmann Íslands í andlitið. Strákarnir nýta tækifærið, eins og þeir eru búnir að gera vel á mótinu hingað til og auka forustuna. #13 Uni Blöndal og #7 Ormur Jónsson finna #6 Ólaf Björgvinsson alveg upp við markið. Staðan orðin 6-0 fyrir Íslandi í lok annars leikhluta.

Ísland stjórnaði pekkinum meira og minna allan leikinn. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Þriðji leikhluti

2 mínútur eru liðnar þegar Ísland fær annað tækifæri maður fleiri. #13 Uni Blöndal nær frákasti af marki Lúxemborgar, sendir á #17 Arnar Helga Kristjánsson. Arnar sendir yfir á hægri vænginn á #7 Orm Jónsson. Ormur er gal opinn og bíður eftir rétta skotfærinu. Ormur skýtur og bætir við öðru marki sínu í leiknum og 7 marki Íslands.

Íslensku strákarnir vöknuðu heldur betur til lífsins við þetta. Rúmri mínútu eftir síðasta mark er #21 Ýmir Hafliðason fyrir aftan markið. Ýmir sér að #14 Helgi Bjarnarson er fyrir framan markið, kemur pekkinum á hann og staðan orðin 8-0. Uni Blöndal kemur tvemur mínútum seinna og finnur #22 Hauk Karvelsson sem tekur skot sem er varið. #15 Birkir Einisson nær frákastinu og skorar. Nokkrum sekúndum seinna komast strákarni hratt upp og Haukur Karvelsson klárar færið sitt, 10-0 fyrir Íslandi.

Strákarnir fagna einu marki af þrettán. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Nokkrar mínútur líða án marks. Ísland fær powerplay og að sjálfsögðu fylgir því mark. Strákarnir eru yfervegaðir og leita af rétta færinu. #9 Hektor Hrólfsson finnur #18 Arnar Karvelsson sem kemur Íslandi 11-0 yfir. 7 mínútur eru eftir þegar Uni Blöndal kemur með en eina stoðsendinguna í leiknum. Uni sendir á #6 Ólaf Björgvinsson sem kemur Íslandi í 12 mörk. Ísland fær en eitt powerplayið en og aftur nýta sér það. Uni Blöndal er orðinn eitthvað þreyttur á stoðsendingunum og ákveður að skora sjálfur. Arnar Helgi Kristjánsson og Birkir Einisson fá skráðar stoðsendingar. Ekki er skorað meira í leiknum.

Lokaúrslit 13-0 fyrir Íslandi!

Hér finnur þú upptöku af leiknum. Leikskýrslu má finna hér.