Hertz-deild kvenna – Spennandi leikur Fjölnis og SA

Hertz-deild kvenna – Spennandi leikur Fjölnis og SA

Birta Þorbjarnardóttir ver skot SA
Birta Þorbjarnardóttir ver skot SA

Birta Þorbjarnardóttir ver skot SA

Ljósmynd úr safni: Stefán Oddur Hrafnsson.

Stemningin var góð í Egilshöllinni þegar Fjölnir tók á móti SA í Hertz-deild kvenna. Leikurinn var í stálum lengi vel. Sigrún Agatha kom Fjölni yfir í fyrstu lotu og leiddi Fjölnir í fyrsta leikhléi. 

Silvía Björgvinsdóttir, sem snéri nýverið aftur á svellið eftir erfið meiðsli, jafnaði metin fyrir SA um miðja aðra lotu.

Það leit allt út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli en Silvía bætti við forystu SA þegar rúm mínúta var eftir. Fjölnir tók leikhlé og ætlaði að freista gæfunnar með því að taka markmanninn út af, en það heppnaðist ekki betur en svo að Silvía fullkomnaði þrennuna sína 3 sekúndum fyrir leikslok.

3-1 sigur fyrir SA því niðurstaðan en liðin mætast aftur á morgun, 7. október, kl 16:45 í Egilshöllinni. Ætla má að Fjölnis konur mæti enn ákveðnari til leiks.

Hægt er sjá upptöku af leiknum á ÍHÍTV2 og skýrslu má finna með því að smella hér.