U18 kvenna: Íslands – Spánn

U18 kvenna: Íslands – Spánn

Birt: 10.11.2023Flokkar: FréttirMerki: , , , ,

Four Nations i Reykjavík 2021

Í dag áttust við U18 kvennalandslið Íslands og Spánar.  Fyrirfram var búist að þessi leikur yrði viss áskorun fyrir íslensku stelpurnar enda spila þær spænsku í stærri deild og spila þar af leiðandi fleiri leiki heldur en þær íslensku.  En fyrsta lotann var nokkuð spennandi þar sem þær íslensku sýndu og þær voru komnar til að veita þeim keppni.  Fyrsti leikhluti fór 0 – 0.  Í öðrum leikhluta voru þær spænsku búnar að stilla sig af og náðu að skora fyrsta mark sitt  þegar rétt rúm mínúta var liðin.  Þær spænsku bættu svo við öðru marki rúmum tveim mínútum síðar og þriðja markinu rétt um miðja annarar lotu.  Sólrún Assa Arnardóttir skoraði eina mark Íslands, með aðstoð frá Magdalenu Sulova og Friðriku Rögnu Magnúsdóttur, þegar rétt um 10 mínútur voru liðnar af annari lotu.  Fjórða mark spánar kom svo rétt um einni og hálfri mínútu síðar.

Í þriðja og síðasta leikhluta gengu þær spænsku á lagið og skoruðu alls sex mörk án þess að íslensku stelpurnar næðu að svara og endaði leikurinn með nokkuð öruggum sigri Spánar, 10 -1.

Næsti leikur hjá þessum vösku stúlkum er á morgun kl.11:30 þegar þær mæta Póllandi.

Hægt er að fylgjast með streymi á Youtube-síðu spænska sambandsins og svo er hægt að skoða leikskýrslur og tölfræði hér.