SA tryggði sér deildarmeistaratitilinn | Hertz-deild karla

SA tryggði sér deildarmeistaratitilinn | Hertz-deild karla

SA eru deildarmeistarar Hertz-deildar karla 2023-2024. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Það var hokkí dagur í Skautahöll Akureyrar þegar SA tók á móti karla- og kvennaliði Fjölnis. Fyrri leik dagsins spiluðu karlarnir og með sigri gat SA tryggt sér deildarmeistara titilinn. 

Fjölnir náði snemma forustunni og eflaust kom það sumum á óvart hver skoraði, en það var fyrrum þjálfari liðsins Emil Alengård. Emil spilaði síðast með Fjölni í fyrra þegar hann var spilandi þjálfari liðsins en hefur dregið fram skautana á ný. Gaman verður að sjá hvort að Emil spili með Fjölni út tímabilið.

SA nýtti sér tvívegis að vera manni fleiri í lotunni og náðu forustunni áður en svellið var hefað, 2-1. 

Pökkurinn lak inn í mark Fjölnis. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

SA komst í 3-1 á fyrstu mínútum annarar lotu. SA menn gerðust þó klaufskir og misstu tvo leikmenn út af með stuttu millibili. Fjölnismenn létu það tækifæri ekki framhjá sér fara og minnkuðu munin í 3-2. Stuttu seinna bætti Fjölnir við 3 markinu og allt stóð jafnt 3-3 í lok annarar lotu.

Fjölnismenn jafna metin. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Það virðist vera hefð á milli þessara liða að það hiti á milli manna í síðustu lotunni. Töluvert var um kítingar og smávægileg slagsmál. SA náði algjörum tökum í lotunni og þyrsti greinilega í að fá að lyfta bikarnum því þeir bættu við 3 mörkum yfir lotuna og sigruðu 6-3.

Málin rædd. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Með sigrinum tryggði SA deildarmeistara titilinn og í lok leiks afhenti Viðar Garðarsson, framkvæmdastjóri ÍHÍ, Andra Mikaelssyni, fyrirliða SA, deildarmeistara bikarinn.

Viðar Garðarsson, framkvæmdastjóri ÍHÍ, og Andri Mikaelsson, fyrirliði SA. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Við hjá íshokkí.is óskum SA til hamingju með titilinn.

Mörk og stoðsendingar SA: Andri Mikaelsson (1/2), Orri Blöndal (1/1), Ormur Jónsson (1/1), Andri Sverrisson (1/1), Matthías Stefánsson (1/1), Unnar Rúnarsson (0/1), Baltasar Hjálmarsson (0/1), Arnar Kristjánsson (0/1), Atli Sveinsson (0/1), Gunnar Arason (0/1), Jóhann Leifsson (0/1), Uni Sigurðarson (0/1)

Mörk og stoðsendingar Fjölnis: Emil Alengård (1/1), Viktor Svavarsson (1/1), Liridon Dupljaku (1/0), Róbert Pálsson (0/2), Himlar Sverrisson (0/1)