Fjölnir kom, sá og sigraði

Fjölnir kom, sá og sigraði

Birt: 06.10.2024Flokkar: FréttirMerki: , , ,
Fjölnir fagnar marki

Fjölnir fagna marki Hilmu Bergsdóttur

Fjölnir er komið á toppinn í Toppdeild kvenna eftir 2-1 útisigur á SA fyrr í dag. Leikurinn var jafn mest allan tíman þó greinilega mátti sjá að Fjölnis konur ætluðu sér að sigra í dag, þar sem leikurinn fór mest fram inn á varnarsvæði SA.

SA konur misstu tvo leikmenn út af undir lok fyrsta leikhlutans sem gaf Fjölnis konum kjörið tækifæri á að ná forskotinu. Það var þó ekki fyrr en á fyrstu mínútu annars leikhlutans þar sem Fjölnis konur náðu að nýta sér mannfjöldann og komast 1-0 yfir með marki frá Hilmu Bergsdóttur.

Hörð barátta fyrir framan mark Fjölnis

Leikhlutinn einkendist af mikilli hörku frá báðum liðum og var hiti í leikmönnum. Leikmenn beggja liða fengu pásur í boxinu af og til en ekki urðu fleiri mörk í öðrum leikhlutanum.

SA gerðust aftur sekar um tvö brot með stuttu milli bili snemma í þriðja leikhluta sem skilaði þeim tveimur mönnum færri í tæpar tvær mínútur. Fjölnir tók leikhlé og ætluðu ekki að láta tækifærið framhjá sér fara. Leikhléið skilaði sínu því áður en refsi tíminn rann út komust Fjölnir 2-0 yfir með marki frá Berglindi Leifsdóttur.

SA fagnar marki fyrirliðans Amöndu Bjarnadóttur

SA konur gáfust þó ekki upp strax. Þegar tæpar 5 mínútur voru eftir náðu SA að minnka stöðuna í 2-1 með marki frá fyrirliðanum Amöndu Bjarnadóttur. Segja má að markið hafi kveikt í von hjá SA konum sem sóttu grimmt til leiksloka en pökkurinn skilaði sér ekki í netið og 2-1 því niðurstaðan, Fjölni í vil.

Mörk og stoðsendingar

Fjölnir: Berglind Leifsdóttir (1,1), Hilma Bergsdóttir (1,0), Kolbrún Garðarsdóttir (0,1), Sigrún Árnadóttir (0,1).

SA: Amanda Bjarnadóttir (1,0), Silvía Björgvinsdóttir (0,1), Magdalena Sulova (0,1).

Markmenn

Shawlee Gaudreault, SA, varði 36 af 38 skotum. 

Karítas HAlldórsdóttir, Fjölni, varði 15 af 16 skotum.