Framlengt fyrir norðan
Framlengt fyrir norðan
SA tók á móti SR í kvöld í jöfnum leik sem endaði með sigri SA eftir framlengingu.
Hefðbundinn leiktími var tiltölulega tíðindalítill. SA komust yfir þegar pökkurinn lak inn fram hjá Andreu Bachmann, markmanni SR, eftir skot frá Silvíu Björgvinsdóttur.
Annar leikhlutinn var jafn en SR fengu kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn þegar SA fékk tvær refsingar með stuttu millibili. SR sóttu 5 á 3 og áttu nokkur góð skot en SA gerði vel að verjast þessar refsi mínútur.
Allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda 1-0 SA í vil en rúmri mínútu fyrir leikslok jafnaði Saga Blöndal fyrir SR. Leiktíminn rann út og því var haldið í framlengingu.
SA fengu dóm á sig um leið og hefðbundinn leiktími rann út. SR spiluðu þá fyrstu mínútur framlegningarirnar manni fleiri, eða 4 á 3. Framlengingin var gríðarlega spennandi þar sem óvissa var um hvort liðið myndi taka sigurinn. ÞAð voru þó SA konur sem skoruðu gullmarkið aðeins 9 sekúndum áður en fyrstu framlengingu átti að ljúka. Herborg Geirsdóttir átti sigur markið fyrir SA og brutust út gríðarleg fagnaðarlæti inn á svellinu.
Mörk og stoðsendingar
SA: Silvía Björgvinsdóttir (1,1), Herborg Geirsdóttir (1,0), Aðalheiður Ragnarsdóttir (0,1).
SR: Saga Blöndal (1,0), Gunnborg Jóhannsdóttir (0,1).
Vörslur
Shawlee Gaudreault, SA, með 96,77% vörslu og Andrea Bachmann, SR, með 94,87%.