Hitaleikur við frostmark
Hitaleikur við frostmark
Mikið var í húfi fyrir Fjölnismenn sem heimsóttu SA í dag. Með sigri væru Fjölnir í dauðafæri um að komast í úrslitakeppnina.
Fjölnismenn komu SA-ingum heldur betur á óvart með snöggu marki eftir aðeins rúma mínútu leik. Við markið má segja að hitastigið hafi hækkað töluvert hjá leikmönnum. SA-ingar náðu að svara þegar þeir voru manni fleiri snemma í annarri lotu. Við tóku hörkulegur mínútur þar sem leikmenn voru duglegir að sitja í boxinu.
Eitthvað breyttist í þriðju lotu og var greinilegt að menn ætluðu að einbeita sér að því að spila hokkí frekar en slagsmál. Fjölnismenn skora fyrsta mark lotunnar innan við mínútu eftir að hún byrjar. 3 markið í röð sem kemur á fyrstu mínútu lotunnar sem er spiluð. 6 mínútum seinna jöfnuðu SA menn metin í 2-2. Aðeins 40 sekúndum eftir það voru SA menn komnir yfir í fyrsta skiptið í leiknum. Fjölnismenn ákváðu að taka leikhlé til þess að stoppa óvæntu blæðinguna. Leikhléið skilaði sér ekki alveg nógu vel fyrir Fjölni þar sem SA bættu öðru marki við. Staðan fór úr 1-2 í 4-2 á 2 mínútum. Rúmar 6 mínútur voru til leiksloka þegar SA menn skoruðu 5 markið manni fleiri. Þreytan var farin að segja til sín en Fjölnir náði að laga stöðuna aðeins rétt fyrir lok í 5-3.
Gríðarlega spennandi leikur þar sem sigur hefði getað endað hvoru meginn. Aðeins tvær mínútur skildu liðin að.
Mörk og stoðsendingar:
SA: Orri Blöndal (1,1), Gunnar Arason (1,0), Hafþór Sigrúnarson (1,0), Róbert Hafberg (1,0), Unnar Rúnarsson (1,0), Atli Sveinsson (0,2), Jóhann Leifsson (0,2), Baltasar Hjálmarsson (0,1), Marek Vybostok (0,1), Uni Blöndal (0,1)
Fjölnir: Liridon Dupljaku (1,0), Viggó Hlynsson (1,0), Ulfar Andrésson (1,0), Hilmar Sverrisson (0,2), Martin Simanek (0,1)