Fjölnir í hefndarhug
Fjölnir í hefndarhug

Herborg Geirsdóttir, SA, og Kolbrún Garðarsdóttir, Fjölni, í kröppum slag í leik gærdagsins. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson
SA og Fjölnir áttust við í seinna skiptið um helgina. SA vann fyrri leik liðanna eftir framlengingu og vítakeppni. Það stefndi því allt í spennandi og jafnan leik í dag.
Það er óhætt að segja að Fjölniskonur hafi ætlað að hefna fyrir leik gærdagsins og komið til leiks með eitt markmið. Sigrún Árnadóttir kom gestunum yfir um miðja fyrstu lotu. Sigrún náði pökkinum í sínu varnarsvæði og þræddi sér í gegnum vörn SA listilega og skoraði framhjá Shawlee Gaudreault í marki SA.
Annað mark leiksins leit svo ekki dagsins ljós fyrr en í byrjun annarar lotu. Magdalena Sulova, SA, bar pökkinn upp í varnarsvæði Fjölnis. Þar fann hún Silvíu Björgvinsdóttur kom á siglingu og skilaði pökkinum í netið framhjá Karítasi Halldórsdóttur. Staðan því orðin 1-1.
Fjölnir sótti grimmt út leikinn en ekki urðu mörkin fleiri í leiknum og því þurfti að grípa til framlengingar, annan daginn í röð. Leikurinn hélt sama munstri og sá fyrri og því var aftur gripið til vítakeppnar til að kljá sigurvegara. Anna Ágústsdóttir, SA, skoraði fyrsta markið líkt og úr fyrri leiknum. Fjölniskonur voru komnar með nóg þó og skellti Karitas Halldórsdóttir markinu í lás og þær Hilma Bergsdóttir og Berglind Leifsdóttir sigldu sigrinum heim fyrir Fjölni. Loka tölur leiksins 1-2 fyrir Fjölni.
Líkt og leik gærdagsins var þetta gríðarlega spennandi og jafn leikur sem gefur okkur smjörþef af því sem er í vændum í úrslitakeppni Topp Deildar kvenna.
Mörk og stoðsendingar:
SA: Silvía Björgvinsdóttir (1,0), Magdalena Sulova (0,1)
Fjölnir: Sigrún Árnadóttir (1,0)
Markmenn:
Shawlee Gaudreault, SA, fékk á sig 40 skot og varði af þeim 38, eða 95% varsla. Karítas Halldórsdóttir, Fjölni, fékk á sig 15 skot og varði 14, eða 93,3% varsla.