Síðasti leikur SFH og SA í vetur

Síðasti leikur SFH og SA í vetur

Radek Haas, markmaður SFH, með stórleik í kvöld. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Fámennt lið Skautafélags Hafnarfjarðar heimsótti Skautafélag Akureyrar í síðasta skiptið í vetur.

Hafnfirðingarnir byrjuðu strax að setja mikla pressu á norðanmenn sem skilaði sér heldur betur þegar Róbert Steingrímsson, markmaður SA, gerði klaufaleg mistök sem SFH voru fljótir að nýta sér og komast yfir. SA menn náðu að svara fyrir sig nokkrum mínútum seinna eftir að SFH misstu mann út af í 1-1. Leikurinn var ekki jafn lengi því aðeins tveimur mínútum síðar voru Hafnfirðingar aftur komnir með forskotið, 1-2. Nokkrum mínútum síðar komu heimamenn aftur og jöfnuðu leikinn í 2-2. SA bætti svo við 3 marki sínu í leikhlutanum með furðulegu marki þar sem pökkurinn lak löturhægt í netið. Gríðarlega fjörug lota sem endaði með stimpingum milli liðanna og stefndi allt í hörku leik.

Það má segja að einn leikmaður hafi staðið upp úr í leiknum. Radek Haas, markmaður SFH. Ef ekki hefði verið fyrir hann hefði leikurinn getað farið allt öðruvísi. Lítið gerðist í annarri lotu og þeirri þriðju nema að Radek Haas skellti markinu í lás. Samspil varnar SFH og Radek voru til fyrirmyndar og þrátt fyrir að SA var nánast í sókn báðar loturnar tókst þeim aðeins að skora eitt mark í viðbót þegar um 9 mínútur voru eftir af leiknum. Loka tölur voru 4-2 fyrir SA.

SFH á einn leik eftir í deildinni en liðið mætir Fjölni 20. febrúar. Það verður gríðarlega spennandi að fylgjast með Hafnarfjarðar liðinu á næstu leiktíð. Miðað við hvað liðið náði að gera mikið á sinni fyrstu leiktíð eru engar líkur á að neitt verði gefið eftir fyrir næstu.

Mörk og stoðsendingar:

SA: Baltasar Hjálmarsson (1,1), Róbert Hafberg (1,1), Halldór Skúlason (1,0), Jóhann Leifsson (1,0), Atli Sveinsson (0,2), Andri Mikaelsson (0,1), Hafþór Sigrúnarson (0,1)

SFH: Steinar Grettisson (1,0), Styrmir Maack (1,0), Benedikt Olgeirsson (0,1), Braiden van Herk (0,1), Jerzy Gus (0,1)

Markmenn:

Radek Haas,SFH, fékk á sig 55 skot og varði af þeim 51, eða 92,7% varsla. Róbert Steingrímsson, SA, fékk á sig 25 skot og varði 23, eða 92% varsla.