HM U18 á Akureyri – Fjórði leikdagur

HM U18 á Akureyri – Fjórði leikdagur

DSC03540

Næst síðasti keppnisdagur er komin af stað. Tveir leikir eru nú þegar búnir. Fyrsti leikur dagsins var á milli Ísrael og Bosníu og Hersegóvinu. Sá seinni Tyrkland á móti Mexíkó.

Ísrael – Bosnía og Hersegóvina

Ísraelsmenn voru með yfirhöndina allan leikinn. Í raun og veru varð hann aldrei spennandi. Fyrsta lota fór 4-0, önnur 3-0 og þriðja 4-0. Lokatölur 11-0 fyrir Ísrael. Bosníu og Hersegóvinu menn börðust þó alveg og létu Ísraelsmenn finna fyrir sér. En því miður skilaði það ekki marki.

Ísrael var áberandi meira í sókn. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Mörk og stoðsendingar Ísraels: #16 Yann Raskin 2/0. #5 Vasili Lysov 2/1. #6 Nick Kreimerman 1/1. #19 Itay Kerner 1/2. #8 Adi Rigler 1/1. #13 Yahel Sharon 1/2. #17 Guy Aharonovich 1/2. #20 Ariel Elkin 1/2. #22 Daniel Muller 1/0.

Tyrkland – Mexíkó

Seinni leikur dagsins var töluvert meira spennandi en sá fyrsti. Tyrkir skora fyrsta mark leiksins þegar 2 mínútur eru eftir af fyrsta leikhlutanum. Nokkrum sekúndum seinna skora Tyrkir aftur. Staðan 2-0. Annar leikhlutinn var jafnari í markaskorun en bæði liðin skoruðu tvö mörk hvor og staðan 4-2 fyrir Tyrkjum. Mexíkó minnkar munin í eitt snemma í þriðja leikhlutanum, en Tyrkir gera endanlega útaf við leikinn þegar 5 mínútur eftir. Lokatölur 5-3 fyrir Tyrklandi.

Mexíkó fylgist með leik ÍSR og BOH. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Mörk og stoðsendingar.

Tyrkland: #15 Enes Demir 2/2. #22 Ege Odabas 1/1. #23 Zafer Serik 1/0. #18 Eray Akbulut 1/0. #10 Osman Meydanci 0/2. #9 Abdullah Kanat 0/1. #17 Mehmet Karadag 0/1.

Mexíkó: #21 Luis Valencia 2/0. #2 Alejandro Guevara 1/0. #17 Nicolas Potts 0/1. #15 Diego Rodriguez 0/1. #11 Francisco Briseno 0/1.

 

Fréttir af ihi.is