Hertz-deild kvenna – Fjölnir svarar fyrir sig

Hertz-deild kvenna – Fjölnir svarar fyrir sig

Fjölnir – SA kvk.

Fjölnis stelpur mættu heldur betur tilbúnar til leiks eftir vonbrigði gærdagsins.

Akureyringar sáu um fyrstu mörk leiksins. Amanda Bjarnadóttir kom SA yfir í lok fyrstu lotu en forskotið entist ekki lengi. Berglind Leifsdóttir jafnaði metin og stuttu seinna kom Hilma Bergsdóttir Fjölni yfir í 2-1. Berglind og Hilma gengu báðar til liðs við Fjölni frá SA í sumar.

Sigrún Agatha jók forskot Fjölnis þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Stimpingar urðu í kjölfarið og greinilega kominn smá pirringur í norðankonur. Jamie Dumont, þjálfari SA, ákvað að taka Shawlee Gaudreault, markmann SA, út af í von um að minnka markamuninn. Það var þó annar Akureyringur, Kolbrún Garðarsdóttir, sé gulltryggði 4-1 sigur Fjölnis með skoti í tómt markið.

Fjölnir og SA skilja því jöfn með 3 stig hvor eftir leiki helgarinnar. Hægt er að sjá upptöku af leiknum á ÍHÍTV2 og leikskýrslu má finna hér.

Ef eitthvað er að marka fyrstu leiki tímabilsins stefnir allt í hörku keppni um deildarmeistara titilinn.