Hertz-deild karla – Blóð, sviti og tár í Laugardalnum

Hertz-deild karla – Blóð, sviti og tár í Laugardalnum

7C2A9776

Ljósmynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

SA byrjaði leikinn af meiri krafti. Bjarki Jóhannesson, SR,  náði aðeins að sitja 3 sekúndur af refsi tímanum sínum þegar Hafþór Sigrúnarson skoraði fyrsta markið fyrir SA eftir 1 mínútu og 9 sekúndur. Unnar Rúnarsson bætti við öðru marki SA nokkrum mínútum seinna. Gunnlaugur Þorsteinsson, SR, hafði þá fengið nóg og skoraði tvö mörk með 2 mínútna millibili. Staðan 2-2 og rétt rúmar 10 mínútur búnar af leiknum. Ormur Jónsson, SA, skoraði svo gull fallegt mark og kom SA 3-2 yfir. Örugglega með skemmtilegri 20 mínútum sem hefur sést í Hertz-deild karla.

Önnur lotan byrjaði svipuð og sú fyrsta. SA í powerplay og skora eftir aðeins 20 sekúndur. Uni Blöndal kom nafni sínu á markalista SA. Andri Sverrisson, SA, vildi líka vera með í partýinu og skoraði 17 sekúndum eftir Una og staðan 5-2 fyrir SA. 

Baráttan var mikil. Ljósmynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Ekki voru fleiri mörk í leikhlutanum en eins og á til að gerast í íshokkí leikjum voru nokkur brot og stimpingar sem skiluðu leikmönnum liðanna í boxið. Leikur var einnig stöðvaður þegar markmaður SA, Róbert Steingrímsson, skarst lítillega á hendi. Róbert kom þó fljótt aftur inn á svellið og áfram hélt leikurinn. 

Róbert Hafberg, SA, fullkomnaði svo markalista með því að skora 6 mark SA. Sex mörk frá sex mismunandi leikmönnum hjá SA.

Þá var komið að SR að taka völdin. Eftir stutt powerplay lagaði Petr Stepanek stöðuna fyrir SR með um 12 mínútur eftir af leiknum. Davids Krumins, SR, skoraði aðeins nokkrum sekúndum seinna og var staðan orðin 4-6. 

Mörkin tvö kveiktu lífi í SRingana sem sóttu af krafti út leikinn. Gunnlaugur Þorsteinsson fullkomnaði þrennu sína fyrir SR þegar rúmar 3 mínútur voru eftir af leiknum.

SRingar fagna einu af 5 mörkum sínum. Ljósmynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Það dugði þó ekki til og endaði leikurinn 5-6 fyrir SA.

Svakaleg endurkoma hjá SR og einn skemmtilegasti og kaflaskiptasti leikur tímabilsins hingað til.

Hægt er að horfa á þessa hokkí veislu á youtube-rás ÍHÍ. Leiksýrslu má finna með því að smella hér.