Kaflaskiptur leikur fyrir norðan
Kaflaskiptur leikur fyrir norðan
Fjölnir heimsótti SA fyrir norðan í dag í Hertz-deild karla. Liðin mættust síðast í Egilshöllinni á þriðjudaginn síðastliðinn í háspennu leik.
Leikurinn byrjaði þar sem sá fyrr endaði. Mikil barátta var í fyrstu lotunni og skiptust liðin á að sækja og verja. SA leiddi í lok fyrstu lotu með tvem mörkum gegn engu eftir tvö powerplay mörk.
Eitthvað fór að halla undan fæti hjá Fjölnismönnum í annarri lotu og segja mætti að annar leikur hafi farið fram í henni. SA skoraði 5 mörk jafnt og þétt yfir leikhlutann og leiddi eftir hann 7-0.
Fjölnismenn mættu svo aftur líkir sjálfum sér í þriðju lotuna og náðu að laga stöðuna með tveimur mörkum með stuttu milli bili. Það dugði þó ekki til og endaði leikurinn 9-2 fyrir SA.
Gríðarlega jafn og spennandi leikur í fyrstu og síðustu lotu á svipuðu kaliberi og leikur liðanna fyrr í vikunni. Spennandi verður að fylgjast með nýju leikmönnum Fjölnis, þeim Martin Svoboda og Liridon Dupljaku, en Martin átti þátt í báðum mörkum Fjölnis og var stigahæstur í liðinu með 2 stig. Uni Blöndal, SA, var stigahæstur með 4 stig í leiknum með þrennu og eina stoðsendingu.
Jakob Jóhannesson stóð vaktina í marki SA og varði 22 af 24 skotum. Markmenn Fjölnis, Þórir Aspar og Styrmir Snorrason, skiptu vaktinn bróðurlega á milli sín og vörðu samtals 42 af 51 skotum.
Mörk SA: Uni Blöndal 3, Unnar Rúnarsson 2, Jóhann Leifsson 1, Hafþór Sigrúnarson 1, Róbert Hafberg 1, Björn Jakobsson 1.
Mörk Fjölnis: Himlar Sverrisson 1, Kyle McCann 1.
Hægt er að horfa á upptöku af leiknum á Youtube-rás ÍHÍ. Leikskýrslu má finna með því að smella hér.