SA svaraði fyrir síðasta leik | Hertz-deild karla

SA svaraði fyrir síðasta leik | Hertz-deild karla

Unnar Rúnarsson fagnar einu af tveimur mörkum sínum. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

SA mætti SR í annað skiptið á árinu og nú fór leikurinn fram fyrir norðan. SR bauð norðanmönnum gleðilegt nýtt ár með 6-2 sigri í síðustu viðureign og var greinilegt að leikurinn stóð í SA mönnum. 

Leikurinn byrjaði gríðarlega jafn en eftir 8 mínútur skoraði SA umdeilt mark, þar sem leikmaður SA datt á Atla Valdimarsson, markmann SR, áður en skotið kom. Markið stóð og því lítið fyrir SR að gera en að svara, sem þeir gerðu innan við mínútu seinna.

Fyrsta mark SA í leiknum. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Allt var í járnum út leikhlutann en SA fékk tækifæri á að bæta stöðu sína undir lok leikhlutans. SR stóð vörnina gríðarlega vel og náði að stela pekkinum einum færri og komst Filip Krzak, leikmaður SR, einn á móti Jakobi Jóhannessyni, markmanni SA, og kom SR yfir 1-2. 

Önnur lotan fór af stað af svipuðum krafti og sú fyrri. SRingarnir voru grimmir og var leikplanið greinilega að auka forskotið. Það gekk þó ekki upp þar sem þeir misstu mann út af og SA náði að jafna. Stuttu eftir að allt varð jafnt kom í ljós að gler hafi losnað úr rammanum og stoppa þurfti leikinn.

Auka korterið í hvíld gerði SA mönnum gott. SA jók forskotið sitt upp í 4-2 á tveggja mínútna kafla og stóð þar í lok leikhlutans.

Filip Krzak, #83, kom SR yfir. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson

Þriðji leikhlutinn einkendist af hita og hörku, eins og á til að gerast milli þessara tveggja liða. Nokkrir persónulegir dómar voru gefnir út og refsingar fyrir ýmiss konar pirrings brot beggja vegna. Unnar Rúnarsson kom bætti við forskot SA með tveimur mörkum á stuttum tíma og kom SA í 6-2. Unnar hefði getað bætt enn einu marki við og fullkomnað þrennuna sína í leiknum þegar víti var dæmt en allt kom fyrir ekki.

Endaði leikurinn með sömu markatölu og síðasti leikur liðana, nema núna SA í vil, 6-2. 

Mörk og stoðsendingar SA: Unnar Rúnarsson (2/0), Róbert Hafberg (1/0), Arnar Kristjánsson (1/0), Hafþór Sigrúnarson (1/0), Jóhann Leifsson(1/3), Ingvar Jónsson (0/2), Atli Sveinsson (0/1), Andri Mikaelsson (0/1), Orri Blöndal (0/1), Birkir Einisson (0/1).

Mörk og stoðsendingar SR: Gunnlaugur Þorsteinsson (1/0), Filip Krzak (1/0), Felix Sareklev Dahlstedt (0/1), Sölvi Atlason (0/1), Þorgils Eggertsson (0/1). 

Hægt er að horfa á leikinn á youtube-rás ÍHÍ.



Fréttir af ihi.is