Söguleg sigurganga | Hertz-deild kvenna
Söguleg sigurganga | Hertz-deild kvenna
SR mættu fullar sjálfstrausti eftir sigur á Fjölni norður yfir heiðar til að mæta ókrýndum deildarmeisturum SA. Sjá mátti að SR stelpurnar ætluðu sér að vinna leikinn og að það þýddi að þær þyrftu að vera harðar. Mögulega voru þær of harðar í byrjun þar sem eftir 10 mínútna leik var dæmt víti á SR. Silvía Björgvinsdóttir, SA, tók vítið en Andrea Bachmann, markmaður SR, gerði vel í að koma Silvíu í slæma stöðu og fór skotið framhjá.
SA opnuðu markareikninginn fyrst þegar rúmar 5 mínútur voru eftir af fyrstu lotunni. Ekki leið að löngu þar til SR jafnaði metin og 1-1 stóð eftir fyrsta leikhlutann.
Byrjunar mínútur annarar lotu fóru ekki vel fyrir SA. Þær misstu tvo leikmenn útaf með 20 sekúndna millibili. SR tók sinn tíma og lét tækifærið ekki framhjá sér fara og tók forystuna, 1-2. Mikil barátta og kafla skipti áttu sér stað þangað til að leikurinn var hálfanður þegar SA tók við stýrinu aftur með tveimur mörkum á rúmum 2 mínútum, 3-2 fyrir SA. SR fengu á sig refsingu og kláruðu leikhlutann manni færri en baráttan lét ekki á sér standa og jöfnuðu þær í 3-3 stuttu fyrir lok leikhlutans.
Loka leikhluti venjulegs leiktíma var æsispennandi. Bæði lið fengu sóttu og vörðust af öllu hjarta og áttu markmenn beggja liða, Andrea Bachmann í SR og hin efnilega Díana Óskarsdóttir í SA, sinn þátt í að halda spennunni lifandi. SA misstu aftur tvo leikmenn af velli stuttu fyrir leikslok og tók SR leikhlé til að missa ekki af sínum öðrum sigri í röð. SA stelpur börðust vel og framlegnja þurfti leiknum
Venjulega er spilað 3 á 3 í framlengingu en þar sem SA var en að taka út refsingu byrjaði SR með 4 inná á móti 3. SR pressaði hart á SA og skoraði eftir aðeins 14 sekúndur með marki frá April Orongan.
Loka úrslit 3-4 fyrir SR og annar sögulegur sigur í bók SR!
Mörk og stoðsendingar SA: Sólrún Arnardóttir (1/1), Silvía Björgvinsdóttir (1/1), Ragnhildur Kjartansdóttir (1/0), Amanda Bjarnadóttir (0/1), Jónína Guðbjartsdóttir (0/1), Arna Guðlaugsdóttir (0/1).
Mörk og stoðsendingar SR: April Orongan (1/1), Friðrika Magnúsdóttir (1/1), Arna Friðjónsdóttir (1/0), Satu Niinimäki (1/0), Saga Sigurðardóttir (0/2), Alexandra Hafsteinsdóttir (0/1)
Gríðarlega spennandi og skemmtilegur leikur! Hægt er að hora á leikinn á youtube-rás ÍHÍ og leikskýrslu má finna hér.