Kaflaskiptur leikur fyrir norðan | Hertz-deild karla

Kaflaskiptur leikur fyrir norðan | Hertz-deild karla

SA skorðuðu 3 mörk á 26 sekúndum. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson.

SA og SR áttust við í hörku leik fyrir noraðn í gær. Ef þessi leikur var forboði þess sem má búast við í úrslitakeppninni lofar hún upp á mikla skemmtun.

SA byrjaði á því að ná yfirhöndinni eftir rúman sex mínútna leik. Segja má að markið hafi slegið SRinga út af laginu því á næstu 26 sekúndum sem fylgdu skorðuð SA tvö mörk til viðbótar. SR voru því komnir 3-0 undir strax og erfið forgjöf að vinna upp. Í lok lotunnar leit nánast út fyrir að leikurinn myndi enda með sigri SA.

Jóhann Leifsson var atkvða mikill fyrir SA með 2 mörk og 2 stoðsendingar. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson.

SR minnkaði munin í 3-1 í byrjun annarar lotu. SA settu tvö mörk á í kjölfarið og staðan 5-1 fyrir SA. SR settu eitt í viðbót rétt undir lok leikhlutans og 5-2 stóð.

SR minnkaði munin með marki Heiðars Kristveigarssonar. Ljómsynd: Stefán Oddur Hrafnsson.

SR komust í 5-3 strax í byrjun þriðju lotu. Stuttu seinna fengu SRingar kjörið tækifæri að minnka leikinn niður í eitt mark þegar þeir fengu dæmt víti. Jakob Jóhannesson, markmaður SA, gerði vel með að þrengja að skot möguleikum Sölva Atlasonar, SR, og staðan því ennþá 5-3. Þegar tæpar 10 mínútur voru eftir gerðust SA menn brotlegir tvisvar með stuttu millibili. SA menn voru allt í einu orðnir 3 á móti 5. SR voru ekki lengi að nýta sér mannaukann og komu leiknum í 5-4.

Alex Orongan skoraði 2 mörk fyrir SR. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsson.

SR tóku markmann sinn, Atla Valdimarsson, út af þegar 2 mínútur voru til leiksloka. SA náði pekkinum af SR og komst í sókn en SRingar gerðu vel í að verjast á marklínunni með engan markmann. SA náðu að lokum að skora í autt markið og endaði leikurinn 6-4 fyrir SA.

Fagnað marki Róberts Hafbergs. Ljósmynd: Stefán Oddur Hrafnsso.

Mörk og stoðsendingar SA: Jóhann Leifsson (2/2), Gunnar Arason (1/1), Andri Mikaelsson (1/0), Róbert Hafberg (1/0), Andri Sverrisson (1/0), Uni Sigurðarson (0/3), Orri Blöndal (0/1), Baltasar Hjálmarsson (0/1), Unnar Rúnarsson (0/1).

Mörk og stoðsendingar SR: Axel Orongan (2/0), Bjarki Jóhannesson (1/1), Heiðar Kristveigarson (1/0), Sölvi Atlason (0/2), Gunnlaugur Þorsteinsson (0/2), Benedikt Olgeirsson (0/1), Felix Sareklev Dahlstedt (0/1).

Gríðarleg skemmtun í boði SA og SR sem hægt er að horfa á upptöku af á youtube-rás ÍHÍ. Leikskýrslu má finna hér.



Fréttir af ihi.is